Telur hægt að selja farþegum skemmtiferðaskipa meira Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. ágúst 2013 11:15 Einar Þ. Einarsson í Icecard sér mikil tækifæri til sölu varnings fyrir ferðamenn,á Skarfabakka. Fréttablaðið/GVA „Við teljum að þetta geti skapað góðar tekjur og mikla vinnu fyrir þá aðila sem að þessu koma,“ segir Einar Þ. Einarsson hjá Icecard í bréfi til Faxaflóahafna þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir sölutjöld á Skarfabakka. Hugmynd Einars er sú að sett verði upp tvö samtals fimm hundruð fermetra sölutjöld við hlið núverandi þjónustuhúss fyrir ferðamenn á Skarfabakka. Ætlunin sé að bjóða upp á íslenskar vörur; handverk, listmuni og annað á þeim tímum sem skemmtiferðaskip leggi að bryggju. Fyrirtæki og einstaklingar geti leigt þar bása. „Við gerum ráð fyrir í fyrstu að um fjörutíu aðilar verði með söluaðstöðu og að hver hafi um tíu fermetra sölupláss,“ segir Einar í bréfi sínu. Taka ekkert frá miðbænum Einar bendir á að farþegar skemmtiferðaskipa staldri oftast afar stutt við, oft ekki nema níu til tólf klukkutíma. Margir þeirra velji að fara í skoðunarferðir til að sjá það sem landið hafi upp á bjóða og hafi því ekki tíma til að fara líka í verslunarleiðangur í miðborginni. Þetta fólk hafi hins vegar áhuga á að kaupa minjagripi og sölutjöld við skipshlið gætu mætt því. Að sögn Einar yrði um hreina viðbót að ræða í sölu varnings til þeirra sem í skipunum eru. Ekki sé verið að taka frá verslun í miðborginni. „Þvert á móti,“ segir Einar í bréfinu. „Hér er um aðstöðu [að ræða] sem öllum stendur til boða sem selja íslenskar vörur.“Hættur við fríhöfn við skipshlið Erlend skemmtiferðaskip sem hafa viðkomu í Reykjavík leggja flest að Skarfabakka í Sundahöfn. Einar hefur áður óskað eftir að koma þar upp fríhöfn fyrir farþega skipanna, á líkan hátt og gerist í flughöfnum í millilandaflugi. Hafnaryfirvöld sáu þessari hugmynd margt til fyrirstöðu og er Einar nú fallinn frá henni. „Söluaðilar munu selja sína vörur eins og á öðrum stöðum, það er taxfree gegn brottfararspjaldi, er útskýrt í bréfi Einars sem kynnt var á síðasta fundi stjórnar Faxaflóahafna og rætt verður á næsta fundi stjórnarinnar. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Við teljum að þetta geti skapað góðar tekjur og mikla vinnu fyrir þá aðila sem að þessu koma,“ segir Einar Þ. Einarsson hjá Icecard í bréfi til Faxaflóahafna þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir sölutjöld á Skarfabakka. Hugmynd Einars er sú að sett verði upp tvö samtals fimm hundruð fermetra sölutjöld við hlið núverandi þjónustuhúss fyrir ferðamenn á Skarfabakka. Ætlunin sé að bjóða upp á íslenskar vörur; handverk, listmuni og annað á þeim tímum sem skemmtiferðaskip leggi að bryggju. Fyrirtæki og einstaklingar geti leigt þar bása. „Við gerum ráð fyrir í fyrstu að um fjörutíu aðilar verði með söluaðstöðu og að hver hafi um tíu fermetra sölupláss,“ segir Einar í bréfi sínu. Taka ekkert frá miðbænum Einar bendir á að farþegar skemmtiferðaskipa staldri oftast afar stutt við, oft ekki nema níu til tólf klukkutíma. Margir þeirra velji að fara í skoðunarferðir til að sjá það sem landið hafi upp á bjóða og hafi því ekki tíma til að fara líka í verslunarleiðangur í miðborginni. Þetta fólk hafi hins vegar áhuga á að kaupa minjagripi og sölutjöld við skipshlið gætu mætt því. Að sögn Einar yrði um hreina viðbót að ræða í sölu varnings til þeirra sem í skipunum eru. Ekki sé verið að taka frá verslun í miðborginni. „Þvert á móti,“ segir Einar í bréfinu. „Hér er um aðstöðu [að ræða] sem öllum stendur til boða sem selja íslenskar vörur.“Hættur við fríhöfn við skipshlið Erlend skemmtiferðaskip sem hafa viðkomu í Reykjavík leggja flest að Skarfabakka í Sundahöfn. Einar hefur áður óskað eftir að koma þar upp fríhöfn fyrir farþega skipanna, á líkan hátt og gerist í flughöfnum í millilandaflugi. Hafnaryfirvöld sáu þessari hugmynd margt til fyrirstöðu og er Einar nú fallinn frá henni. „Söluaðilar munu selja sína vörur eins og á öðrum stöðum, það er taxfree gegn brottfararspjaldi, er útskýrt í bréfi Einars sem kynnt var á síðasta fundi stjórnar Faxaflóahafna og rætt verður á næsta fundi stjórnarinnar.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira