Lífið

Ég fagna hugrekki hans

Leikarinn Wentworth Miller kom út úr skápnum í vikunni en meðleikari hans í sjónvarpsþáttunum Prison Break, Dominic Purcell, er afar stoltur af vini sínum.

“Ég er stoltur af Wentworth en hann er vinur minn og manneskja sem mér þykir mjög vænt um. Ég fagna hugrekki hans,” segir Dominic.

Góðir vinir.
Wentworth tilkynnti heiminum að hann væri samkynhneigður í bréfi sem hann sendi skipuleggjendum alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Sankti Pétursborg í Rússlandi og útskýrði af hverju hann yrði ekki viðstaddur hátíðina. Með því tekur Wentworth þátt í mótmælum gegn rússneskri löggjöf sem bannar samkynhneigðum pörum að ættleiða börn sem fædd eru í Rússlandi.

Kominn út úr skápnum.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.