Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍA | Tíu Stjörnumenn lönduðu sigri Andri Valur Ívarsson á Samsung-vellinum skrifar 26. ágúst 2013 18:30 Mynd/Arnþór Stjarnan nældi í þrjú mikilvæg stig á Samsung-vellinum í kvöld með 1-0 sigri gegn ÍA. Leikurinn var ekkert sérlega góð skemmtun og voru frekar fáir áhorfendur á vellinum. Skagamenn byrjuðu leikinn af krafti og ákefð. Liðið lá til baka en sótti hratt þegar tækifæri gafst. Á 14. mínútu fékk Eggert Kári leikmaður ÍA fínt marktækifæri en kom boltanum ekki framhjá Tryggva Sveini sem var kominn niður á marklínu þar sem Ingvar markmaður Stjörnunnar var kominn úr stöðu. Örfáum mínútum síðar fengu þeir gulu annað flott marktækifæri. Aftur var það Eggert Kári en nú var það Ingvar sem var fyrirstaðan. Skagamenn fengu eitt til tvö fín færi til viðbótar fram að 39. mínútu þegar Tryggvi Sveinn Bjarnason skoraði fínt mark fyrir Stjörnuna, gegn gangi leiksins. Heimamenn áttu hornspyrnu og í kjölfarið áttu Skagamenn í vandræðum með að koma boltanum í burtu. Boltinn barst inn í teig á Garðar Jóhannsson sem var í ákjósanlegu færi en varnarmaður gestanna náði að komast fyrir skot hans þaðan sem boltinn barst á Tryggva Svein sem kom boltanum í netið. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var rólegur framan af. Bæði lið fengu nokkur sæmileg færi og gestirnir líklega fleiri en heimamenn. Á 63. mínútu fékk Veigar Páll að líta gult spjald hjá Erlendi dómara. Það sást ekki almennilega úr blaðamannastúkunni fyrir hvað hann fékk spjaldið en Erlendur dómari var ágætlega staðsettur og viss í sinni sök. Það liðu ekki nema átt mínútur þar til Veigar missti boltann of langt frá sér og fór í tæklingu í kjölfarið. Erlendur dómari mat það sem svo að Veigar hafi farið of geyst í tæklinguna og gaf honum síðara gula spjaldið. Veigar kominn í tveggja leikja bann og Stjarnan manni færri í 17 mínútur auk uppbótartíma. Skagamönnum tókst ekki að notfæra sér það að vera einum manni fleiri. Stjörnumenn þjöppuðu sér saman og gáfu fá ef nokkur færi á sér. Tvisvar eða þrisvar vantaði þá bláklæddu herslumun upp á að bæta við öðru marki með hröðum skyndisóknum. Skagamenn komust næst því að skora á 93. mínútu þegar maður leiksins Ingvar Jónsson markmaður Stjörnunnar varði frá Arnari Má. Skömmu síðar flautaði Erlendur dómari leikinn af. Stjörnumenn eru enn í toppbaráttunni og geta náð 2. sætinu vinni þeir leikinn sem þeir eiga inni gegn Breiðablik. Logi Ólafsson: Þetta var ekki sérstakur leikur“Þetta var ekki sérstakur leikur. Við þurftum að gera tvær beytingar á okkar liði út af leikbönnum. Við vissum hvaða leikaðferð þeir beita, að senda háa bolta upp á Ármann Smára. Það var því gott að fá Tryggva inn í vörnina í þennan slag í háloftunum.” Eftir að Stjörnumenn misstu Veigar af velli og urðu einum manni færri spýttu þeir í lófanna og þjöppuðu sér saman. „Mér fannst frammistaðan bara góð. Við sköpuðum færi og framlagið var frábært.” „Bæði gulu spjaldin hjá Veigari voru af ódýrari gerðinni að mínu mati. Fyrra spjaldið var samstuð og síðara spjaldið metur Erlendur sem hættulega tæklingu og þó maður sé ósammála er lítið við því að segja ef hann metur þetta svona.” Þorvaldur Örlygsson: Við spiluðum vel„Það var slæmt að tapa þessum leik. Við lögðum okkur fram og sköpuðum nóg til að fá einhver stig út úr leiknum. Að sama skapi skora þeir mark sem við eigum að geta komið í veg fyrir," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA. „Leikurinn var ágætur af okkar hálfu en það er ekki nóg. Menn voru að spila ágætlega. Ég má segja það og hafa þá skoðun að liðið mitt sé að spila vel þó svo að aðrir séu á annari skoðun. Okkar höfuðverkur er að reyna að halda hreinu sem okkur hefur reynst erfitt. Við förum með góðan vilja og gott hugafar sem við sýndum í þessum leik, í þann næsta," sagði Þorvaldur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Stjarnan nældi í þrjú mikilvæg stig á Samsung-vellinum í kvöld með 1-0 sigri gegn ÍA. Leikurinn var ekkert sérlega góð skemmtun og voru frekar fáir áhorfendur á vellinum. Skagamenn byrjuðu leikinn af krafti og ákefð. Liðið lá til baka en sótti hratt þegar tækifæri gafst. Á 14. mínútu fékk Eggert Kári leikmaður ÍA fínt marktækifæri en kom boltanum ekki framhjá Tryggva Sveini sem var kominn niður á marklínu þar sem Ingvar markmaður Stjörnunnar var kominn úr stöðu. Örfáum mínútum síðar fengu þeir gulu annað flott marktækifæri. Aftur var það Eggert Kári en nú var það Ingvar sem var fyrirstaðan. Skagamenn fengu eitt til tvö fín færi til viðbótar fram að 39. mínútu þegar Tryggvi Sveinn Bjarnason skoraði fínt mark fyrir Stjörnuna, gegn gangi leiksins. Heimamenn áttu hornspyrnu og í kjölfarið áttu Skagamenn í vandræðum með að koma boltanum í burtu. Boltinn barst inn í teig á Garðar Jóhannsson sem var í ákjósanlegu færi en varnarmaður gestanna náði að komast fyrir skot hans þaðan sem boltinn barst á Tryggva Svein sem kom boltanum í netið. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var rólegur framan af. Bæði lið fengu nokkur sæmileg færi og gestirnir líklega fleiri en heimamenn. Á 63. mínútu fékk Veigar Páll að líta gult spjald hjá Erlendi dómara. Það sást ekki almennilega úr blaðamannastúkunni fyrir hvað hann fékk spjaldið en Erlendur dómari var ágætlega staðsettur og viss í sinni sök. Það liðu ekki nema átt mínútur þar til Veigar missti boltann of langt frá sér og fór í tæklingu í kjölfarið. Erlendur dómari mat það sem svo að Veigar hafi farið of geyst í tæklinguna og gaf honum síðara gula spjaldið. Veigar kominn í tveggja leikja bann og Stjarnan manni færri í 17 mínútur auk uppbótartíma. Skagamönnum tókst ekki að notfæra sér það að vera einum manni fleiri. Stjörnumenn þjöppuðu sér saman og gáfu fá ef nokkur færi á sér. Tvisvar eða þrisvar vantaði þá bláklæddu herslumun upp á að bæta við öðru marki með hröðum skyndisóknum. Skagamenn komust næst því að skora á 93. mínútu þegar maður leiksins Ingvar Jónsson markmaður Stjörnunnar varði frá Arnari Má. Skömmu síðar flautaði Erlendur dómari leikinn af. Stjörnumenn eru enn í toppbaráttunni og geta náð 2. sætinu vinni þeir leikinn sem þeir eiga inni gegn Breiðablik. Logi Ólafsson: Þetta var ekki sérstakur leikur“Þetta var ekki sérstakur leikur. Við þurftum að gera tvær beytingar á okkar liði út af leikbönnum. Við vissum hvaða leikaðferð þeir beita, að senda háa bolta upp á Ármann Smára. Það var því gott að fá Tryggva inn í vörnina í þennan slag í háloftunum.” Eftir að Stjörnumenn misstu Veigar af velli og urðu einum manni færri spýttu þeir í lófanna og þjöppuðu sér saman. „Mér fannst frammistaðan bara góð. Við sköpuðum færi og framlagið var frábært.” „Bæði gulu spjaldin hjá Veigari voru af ódýrari gerðinni að mínu mati. Fyrra spjaldið var samstuð og síðara spjaldið metur Erlendur sem hættulega tæklingu og þó maður sé ósammála er lítið við því að segja ef hann metur þetta svona.” Þorvaldur Örlygsson: Við spiluðum vel„Það var slæmt að tapa þessum leik. Við lögðum okkur fram og sköpuðum nóg til að fá einhver stig út úr leiknum. Að sama skapi skora þeir mark sem við eigum að geta komið í veg fyrir," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA. „Leikurinn var ágætur af okkar hálfu en það er ekki nóg. Menn voru að spila ágætlega. Ég má segja það og hafa þá skoðun að liðið mitt sé að spila vel þó svo að aðrir séu á annari skoðun. Okkar höfuðverkur er að reyna að halda hreinu sem okkur hefur reynst erfitt. Við förum með góðan vilja og gott hugafar sem við sýndum í þessum leik, í þann næsta," sagði Þorvaldur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira