Fótbolti

Lewandowski búinn að semja við annað félag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Robert Lewandowski, leikmanns Dortmund, segir að leikmaðurinn hafi þegar gert samkomulag um að ganga til liðs við annað félag í sumar.

Lewandowski skoraði öll fjögur mörk Dortmund í 4-1 sigri á Real Madrid í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær.

„Við höfum náð samkomulagi við félag og höfum rétt á því að skipta um félag í suamr. Allar kröfur Dortmund hafa verið uppfylltar,“ sagði Maik Barthel, umboðsmaður hans, við þýska fjölmiðla.

Núverandi samningur Lewandowski rennur út árið 2014 en hann hefur lengi verið orðaður við Manchester United. Fyrr í vikunni var tilkynnt að Mario Götze, liðsfélagi Lewandowski, væri á leið til Bayern München í sumar og óttast stuðningsmenn liðsins að missa Lewandowski þangað líka.

Forráðamenn Dortmund sögðu þó eftir leik í gær að þeir væru vongóðir um að halda kappanum í sínum herbúðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×