Atvinnulausir fengu enga jólauppbót Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2013 06:45 Eygló Harðardóttir velferðarráðherra kveðst hafa lagt fram minnisblað um aukafjárveitingu í ríkisstjórn. Fréttablaðið/Pjetur Atvinnuleitendur fengu ekki greidda desemberuppbót um mánaðamótin eins og undanfarin þrjú ár. Óheyrilega óréttlátt segir atvinnulaus kona. Velferðarráðherra segist berjast fyrir aukafjárveitingu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki svara fyrir af hverju desemberuppbót væri ekki greidd enda væri það í höndum velferðarráðuneytisins. Árin 2010-2012 fengu atvinnuleitendur greidda desemberuppbót eftir samþykkt ríkisstjórnar á tillögu velferðarráðherra. Greiðsla þeirra sem áttu rétt á óskertri uppbót var 50.512 í fyrra. Fyrir árið 2010 hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005. Greiðslur hafa verið í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á árinu. Árið 2012 námu útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna greiðslu desemberuppbótar 325 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent í október og munu því ríflega sex þúsund manns verða af desemberuppbót þetta árið ef engin tilmæli berast frá velferðarráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vanáætlaði segir ráðherra „Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. „Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir Eygló sem kveður fjármagn í þennan lið hafa verið áætlaðan af síðustu ríkisstjórn. „Nú hefur komið í ljós að þessi liður var vanáætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir ráðherra.Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól? „Þetta er óheyrilega óréttlátt,“ segir rúmlega sextug atvinnulaus kona. „Ég var búin að reikna fastlega með þessu. Eftir að ég hef greitt alla mína föstu reikninga hver mánaðamót á ég 20 þúsund krónur eftir. Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól?“ Konan lenti í fjöldauppsögn fyrir einu og hálfu ári og hafði ekki rétt á desemberuppbót í fyrra. En hún hafði treyst á uppbótina þetta árið. „Það er engin leið fyrir mig að verða við auknum útgjöldum en desemberuppbót hefði hjálpað til fyrir jólin.“ Konan fékk enga tilkynningu um að ekki yrði greidd desemberuppbót. Hún komst að því núna um mánaðamótin þegar engin uppbót var á launaseðlinum. „Mér var sagt á greiðslustofu Vinnumálastofnunar að ekkert svar eða tilmæli væri komið frá ráðuneytinu. Því yrði engin uppbót í ár. Mér líður satt að segja eins og þriðja flokks þjóðfélagsþegn þessa dagana.“ Mest lesið Nauðlending á þjóðveginum Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Innlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Innlent Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Innlent Fleiri fréttir Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Ásthildur Lóa snýr aftur Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Dregur vélarvana bát að landi Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Oscar hafi veitt takmörkuð svör Skipstjórinn svarar fyrir sig Sjá meira
Atvinnuleitendur fengu ekki greidda desemberuppbót um mánaðamótin eins og undanfarin þrjú ár. Óheyrilega óréttlátt segir atvinnulaus kona. Velferðarráðherra segist berjast fyrir aukafjárveitingu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki svara fyrir af hverju desemberuppbót væri ekki greidd enda væri það í höndum velferðarráðuneytisins. Árin 2010-2012 fengu atvinnuleitendur greidda desemberuppbót eftir samþykkt ríkisstjórnar á tillögu velferðarráðherra. Greiðsla þeirra sem áttu rétt á óskertri uppbót var 50.512 í fyrra. Fyrir árið 2010 hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005. Greiðslur hafa verið í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á árinu. Árið 2012 námu útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna greiðslu desemberuppbótar 325 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent í október og munu því ríflega sex þúsund manns verða af desemberuppbót þetta árið ef engin tilmæli berast frá velferðarráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vanáætlaði segir ráðherra „Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. „Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir Eygló sem kveður fjármagn í þennan lið hafa verið áætlaðan af síðustu ríkisstjórn. „Nú hefur komið í ljós að þessi liður var vanáætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir ráðherra.Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól? „Þetta er óheyrilega óréttlátt,“ segir rúmlega sextug atvinnulaus kona. „Ég var búin að reikna fastlega með þessu. Eftir að ég hef greitt alla mína föstu reikninga hver mánaðamót á ég 20 þúsund krónur eftir. Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól?“ Konan lenti í fjöldauppsögn fyrir einu og hálfu ári og hafði ekki rétt á desemberuppbót í fyrra. En hún hafði treyst á uppbótina þetta árið. „Það er engin leið fyrir mig að verða við auknum útgjöldum en desemberuppbót hefði hjálpað til fyrir jólin.“ Konan fékk enga tilkynningu um að ekki yrði greidd desemberuppbót. Hún komst að því núna um mánaðamótin þegar engin uppbót var á launaseðlinum. „Mér var sagt á greiðslustofu Vinnumálastofnunar að ekkert svar eða tilmæli væri komið frá ráðuneytinu. Því yrði engin uppbót í ár. Mér líður satt að segja eins og þriðja flokks þjóðfélagsþegn þessa dagana.“
Mest lesið Nauðlending á þjóðveginum Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Innlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Innlent Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Innlent Fleiri fréttir Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Ásthildur Lóa snýr aftur Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Dregur vélarvana bát að landi Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Oscar hafi veitt takmörkuð svör Skipstjórinn svarar fyrir sig Sjá meira