Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fylkir 0-0 Kári Viðarsson skrifar 3. júlí 2013 18:30 Víkingar og Fylkismenn gerðu markalaust jafntefli í botnbaráttuslag í Ólafsvík í kvöld. Víkingar héldu hreinu annan leikinn í röð en geta þakkað markverði sínum fyrir það. Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga, bjargaði nokkrum sinnum frábærlega í þessum leik og hélt þar með marki sínu hreinu annan leikinn í röð. Fylkismenn enduðu fimm leikja taphrinu og héldu hreinu í fyrsta sinn í sumar en þetta var samt leikur sem liðið varð helst að vinna. Hann var hvorki mikið fyrir augað né uppá marga fiska, leikurinn sem Víkingur Ólafsvík og Fylkir buðu uppá í kvöld. Steindautt jafntefli sem einkenndist helst af misheppnuðum sendingum og taugaspennu. Leikurinn endaði 0-0 og voru úrslitin sanngjörn. Það sem var ósanngjarnt var að áhorfendum skuli ekki hafa verið boðin endurgreiðsla. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru ágætar þar sem bæði lið náðu að skapa sér eitt færi en þau voru máttlítil. Viðstöðulaust skot Andrésar Más Jóhannessonar var hápunktur hálfleiksins. Þá fékk hann boltann við vítateigsboga heimamanna og smellti honum með ristinni bylmingsfast að marki Víkinga. Einar Hjörleifsson, markvörður heimamanna og maður þessa leiks, var vel á verði og náði að verja í hornspyrnu sem, eins og svo margt í þessum leik, ekkert varð úr. Fátt markvert gerðist eftir þetta þó svo að eitt og eitt hálffæri hafi látið á sér kræla. Síðari hálfleikur var ekki skárri en sá fyrri. Liðin skiptust á að missa knöttinn og lítið var um spil. Mikið var reynt af löngum sendingum en fátt kom út úr þeim. Víkingar áttu góðan kafla um miðbik hálfleiksins þar sem þeir virtust líklegir til að taka öll þrjú stigin en þegar komið var að vítateig gestanna var áttu þeir einstaklega erfitt með að koma sér í góð skotfæri. Eina virkilega góða færi leiksins kom þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Þá fengu Fylkismenn aukaspyrnu við miðjulínuna sem Tryggvi Guðmundsson tók snögglega. Hann sendi knöttinn þá hnitmiðað inn fyrir vörn Víkings, beint á Viðar Örn Kjartansson sem náði viðstöðulausu skoti á markið. Þarna hefði orðið mark ef ekki hefði verið fyrir Einar Hjörleifsson sem sýndi viðbrögð kattarins og varði meistaralega í markslána á sínu eigin marki. Þessi var í hnotskurn leiðinlegur á að horfa og 0-0 jafntefli sanngjörn úrslit. Bæði lið enn í bullandi botnbaráttu en Víkingar ef til vill glaðir að fá stig og halda hreinu á heimavelli annan leikinn í röð. Einar Hjörleifsson: Menn voru þreyttir„Þetta var bara steindautt 0-0 og fátt að gerast í þessum leik. Mér sýndist bæði liðin vera þreytt og skorta smá vilja til að klára leikinn. Það vantaði bara aðeins meira púður í menn í dag," sagði Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga. Einar var maður leiksins í dag en vildi meina að hann ætti meira inni: „Ég var bara á parinu í dag." sagði Einar Hjörleifsson, hógværðin uppmáluð í Ólafsvík í kvöld. Ásmundur: Ég er ekkert að fara að segja bless„Mér fannst við betri aðilinn í þessum leik og skapa betri færi en þetta voru greinilega tvö lið með lítið sjálfstraust. Við komum hingað til að vinna og förum klárlega svekktir heim í kvöld. En það var betra að fá einn punkt frekar en engan," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Aðspurður um það hvort þetta væri endastöðin hjá honum í undir stjórn Fylkis var Ásmundur ekki í neinum vafa: „Ég er ekkert að fara að segja bless" Sagði Ásmundur Arnarsson, vonsvikinn þjálfari Fylkis í kvöld. Ejub Purisevic: Ég verð að hrósa báðum liðum„Þetta var ekki mikill fótbolti. Mér fannst við eiga 20-25 mínútur þar sem við settum pressu og áttum færi til að klára þetta en það gekk ekki," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga. Ejub var ánægður með baráttu liðanna í leiknum þó svo að fótboltalega séð hefði hann ekki verið uppá marga fiska. „Mér fannst bæði lið vera að berjast og leikmennirnir gáfu allt sem þeir áttu. Ég verð að hrósa báðum liðum sem vildu sækja sigur í leiknum, sérstaklega undir lokin," sagði Ejub Purisevic, glaðbeittur í lok leiks. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Víkingar og Fylkismenn gerðu markalaust jafntefli í botnbaráttuslag í Ólafsvík í kvöld. Víkingar héldu hreinu annan leikinn í röð en geta þakkað markverði sínum fyrir það. Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga, bjargaði nokkrum sinnum frábærlega í þessum leik og hélt þar með marki sínu hreinu annan leikinn í röð. Fylkismenn enduðu fimm leikja taphrinu og héldu hreinu í fyrsta sinn í sumar en þetta var samt leikur sem liðið varð helst að vinna. Hann var hvorki mikið fyrir augað né uppá marga fiska, leikurinn sem Víkingur Ólafsvík og Fylkir buðu uppá í kvöld. Steindautt jafntefli sem einkenndist helst af misheppnuðum sendingum og taugaspennu. Leikurinn endaði 0-0 og voru úrslitin sanngjörn. Það sem var ósanngjarnt var að áhorfendum skuli ekki hafa verið boðin endurgreiðsla. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru ágætar þar sem bæði lið náðu að skapa sér eitt færi en þau voru máttlítil. Viðstöðulaust skot Andrésar Más Jóhannessonar var hápunktur hálfleiksins. Þá fékk hann boltann við vítateigsboga heimamanna og smellti honum með ristinni bylmingsfast að marki Víkinga. Einar Hjörleifsson, markvörður heimamanna og maður þessa leiks, var vel á verði og náði að verja í hornspyrnu sem, eins og svo margt í þessum leik, ekkert varð úr. Fátt markvert gerðist eftir þetta þó svo að eitt og eitt hálffæri hafi látið á sér kræla. Síðari hálfleikur var ekki skárri en sá fyrri. Liðin skiptust á að missa knöttinn og lítið var um spil. Mikið var reynt af löngum sendingum en fátt kom út úr þeim. Víkingar áttu góðan kafla um miðbik hálfleiksins þar sem þeir virtust líklegir til að taka öll þrjú stigin en þegar komið var að vítateig gestanna var áttu þeir einstaklega erfitt með að koma sér í góð skotfæri. Eina virkilega góða færi leiksins kom þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Þá fengu Fylkismenn aukaspyrnu við miðjulínuna sem Tryggvi Guðmundsson tók snögglega. Hann sendi knöttinn þá hnitmiðað inn fyrir vörn Víkings, beint á Viðar Örn Kjartansson sem náði viðstöðulausu skoti á markið. Þarna hefði orðið mark ef ekki hefði verið fyrir Einar Hjörleifsson sem sýndi viðbrögð kattarins og varði meistaralega í markslána á sínu eigin marki. Þessi var í hnotskurn leiðinlegur á að horfa og 0-0 jafntefli sanngjörn úrslit. Bæði lið enn í bullandi botnbaráttu en Víkingar ef til vill glaðir að fá stig og halda hreinu á heimavelli annan leikinn í röð. Einar Hjörleifsson: Menn voru þreyttir„Þetta var bara steindautt 0-0 og fátt að gerast í þessum leik. Mér sýndist bæði liðin vera þreytt og skorta smá vilja til að klára leikinn. Það vantaði bara aðeins meira púður í menn í dag," sagði Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga. Einar var maður leiksins í dag en vildi meina að hann ætti meira inni: „Ég var bara á parinu í dag." sagði Einar Hjörleifsson, hógværðin uppmáluð í Ólafsvík í kvöld. Ásmundur: Ég er ekkert að fara að segja bless„Mér fannst við betri aðilinn í þessum leik og skapa betri færi en þetta voru greinilega tvö lið með lítið sjálfstraust. Við komum hingað til að vinna og förum klárlega svekktir heim í kvöld. En það var betra að fá einn punkt frekar en engan," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Aðspurður um það hvort þetta væri endastöðin hjá honum í undir stjórn Fylkis var Ásmundur ekki í neinum vafa: „Ég er ekkert að fara að segja bless" Sagði Ásmundur Arnarsson, vonsvikinn þjálfari Fylkis í kvöld. Ejub Purisevic: Ég verð að hrósa báðum liðum„Þetta var ekki mikill fótbolti. Mér fannst við eiga 20-25 mínútur þar sem við settum pressu og áttum færi til að klára þetta en það gekk ekki," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga. Ejub var ánægður með baráttu liðanna í leiknum þó svo að fótboltalega séð hefði hann ekki verið uppá marga fiska. „Mér fannst bæði lið vera að berjast og leikmennirnir gáfu allt sem þeir áttu. Ég verð að hrósa báðum liðum sem vildu sækja sigur í leiknum, sérstaklega undir lokin," sagði Ejub Purisevic, glaðbeittur í lok leiks.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira