Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - FH 1-1 | Bragðdauft jafntefli Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. júní 2013 18:10 Myndir / Vilhelm Gunnarsson Valur og FH skildu jöfn 1-1 í bragðdaufum leik þar sem Valur var mun sterkari aðilinn lengst af. Valur var 1-0 yfir í hálfleik. FH átti ekki eitt einasta skot að marki í fyrri hálfleik og Valur réð lögum og lofum á vellinum án þess þó að skapa sér mörg færi. Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði eina mark fyrri hálfleiks eftir góða hornspyrnu Rúnars Más Sigurjónssonar en helst skapaðist hætta við góðar fyrirgjafir hans úr hornum í fyrri hálfleik. FH mætti mun ákveðnara til leiks í seinni hálfleik. Liðið barðist en engin barátta var í liðinu fyrstu 45 mínúturnar. Þrátt fyrir það var gerðist fátt markvert fram á við hjá FH framan af seinni hálfleik og Valur fékk frábært færi til að komast í 2-0 en Kolbeinn Kárason skaut hátt einn gegn Róberti rétt utan markteigs. FH refsaði Val grimmilega fyrir klúðrið þegar Ólafur Páll Snorrason opnaði vörn Vals með glæsilegri sendingu á Albert Brynjar Ingason sem hafði nægan tíma til að leggja fyrir sig boltann, horfa á markvörðinn og rúlla boltanum framhjá honum. Ólafur Páll bjó til annað færi skömmu seinna en Atli Guðnason náði ekki að nýta það og þar fór síðasta færi leiksins og jafntefli staðreynd. FH er enn í öðru sæti deildarinnar með 20 stig eins og Stjarnan, fimm stigum á eftir KR á toppnum. Valur er í 5. sæti með 16 stig. Heimir: Maður þarf að mæta á svæðið sjálfur„Ég held að ef maður lítur á leikinn heilt yfir þá held ég að við getum verið sáttir við jafntefli,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. „Valsmenn voru töluvert sterkari en við í fyrri hálfleik en náðu skora bara eitt mark. „Eftir að við skorum fannst mér við ná ágætis tökum á þessu og það voru ágætis möguleikar til að gera góða hluti og við fengum einhver færi en það vantaði að opna þá betur þannig að við getum verið sáttir við þetta stig,“ sagði Heimir sem hefur óneitanlega áhyggjur af því hve seinir FH-ingar eru í gang leik eftir leik. „Við lögðum það upp að reyna að byrja leikinn þegar dómarinn flautaði á en það virkaði ekki og við þurfum að athuga hvort við náum að breyta því. „Valsmenn gengu yfir okkur í fyrri hálfleik. Þeir stigu fram fyrir okkur, tóku af okkur boltann og unnu öll návígi. Það þýðir ekki að mæta á fótboltavöll og fylgjast með andstæðingnum taka boltann af manni. Maður þarf að mæta á svæðið sjálfur,“ sagði Heimir. Magnús: Yfirspiluðum FH„Ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki náð að halda þetta út. Mér fannst við mikið betra liðið á vellinum. Við misstum einbeitingu í smá stund þar sem við héldum að það væri brotið á okkar leikmanni og þeir skora upp úr því. Fyrir utan það er ég mjög sáttur við mína menn,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals. „Við sundurspilum þá einu sinni og það er grátlegt að Kolbeinn skuli ekki setja hann. Við spiluðum þá upp úr skónum og vorum komnir inn að markteig og ég hélt að við værum að gera út um þetta þar,“ sagði Magnús um dauðafærið sem Kolbeinn Kárason fékk í seinni hálfleik. Magnús var ekki síður ósáttur við að Valur hafi ekki fengið aukaspyrnu í aðdraganda þess að FH jafnaði metin. „Kolbeinn er stinga boltanum framhjá og það er hlaupið inn í hann. Ég skil ekki að það sé ekki dæmt þó það sé einhver lína sem er búið að gefa. Þetta er púra brot. En ég ætla ekki að kenna dómaranum um þetta. Við klúðruðum þessu sjálfir. „Ég var heilt yfir ánægður með mína menn. Við áttum eins og ég segi að gera út um þetta. Að yfirspila FH á heimavelli er mjög gott. „Þeir komast inn í leikinn í korter. Þeir eru með leikreynt lið og ná að jafna á þeim tíma sem þeir eru inni í leiknum og það gera bara góð lið og FH er auðvitað með frábært lið,“ sagði Magnús að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Valur og FH skildu jöfn 1-1 í bragðdaufum leik þar sem Valur var mun sterkari aðilinn lengst af. Valur var 1-0 yfir í hálfleik. FH átti ekki eitt einasta skot að marki í fyrri hálfleik og Valur réð lögum og lofum á vellinum án þess þó að skapa sér mörg færi. Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði eina mark fyrri hálfleiks eftir góða hornspyrnu Rúnars Más Sigurjónssonar en helst skapaðist hætta við góðar fyrirgjafir hans úr hornum í fyrri hálfleik. FH mætti mun ákveðnara til leiks í seinni hálfleik. Liðið barðist en engin barátta var í liðinu fyrstu 45 mínúturnar. Þrátt fyrir það var gerðist fátt markvert fram á við hjá FH framan af seinni hálfleik og Valur fékk frábært færi til að komast í 2-0 en Kolbeinn Kárason skaut hátt einn gegn Róberti rétt utan markteigs. FH refsaði Val grimmilega fyrir klúðrið þegar Ólafur Páll Snorrason opnaði vörn Vals með glæsilegri sendingu á Albert Brynjar Ingason sem hafði nægan tíma til að leggja fyrir sig boltann, horfa á markvörðinn og rúlla boltanum framhjá honum. Ólafur Páll bjó til annað færi skömmu seinna en Atli Guðnason náði ekki að nýta það og þar fór síðasta færi leiksins og jafntefli staðreynd. FH er enn í öðru sæti deildarinnar með 20 stig eins og Stjarnan, fimm stigum á eftir KR á toppnum. Valur er í 5. sæti með 16 stig. Heimir: Maður þarf að mæta á svæðið sjálfur„Ég held að ef maður lítur á leikinn heilt yfir þá held ég að við getum verið sáttir við jafntefli,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. „Valsmenn voru töluvert sterkari en við í fyrri hálfleik en náðu skora bara eitt mark. „Eftir að við skorum fannst mér við ná ágætis tökum á þessu og það voru ágætis möguleikar til að gera góða hluti og við fengum einhver færi en það vantaði að opna þá betur þannig að við getum verið sáttir við þetta stig,“ sagði Heimir sem hefur óneitanlega áhyggjur af því hve seinir FH-ingar eru í gang leik eftir leik. „Við lögðum það upp að reyna að byrja leikinn þegar dómarinn flautaði á en það virkaði ekki og við þurfum að athuga hvort við náum að breyta því. „Valsmenn gengu yfir okkur í fyrri hálfleik. Þeir stigu fram fyrir okkur, tóku af okkur boltann og unnu öll návígi. Það þýðir ekki að mæta á fótboltavöll og fylgjast með andstæðingnum taka boltann af manni. Maður þarf að mæta á svæðið sjálfur,“ sagði Heimir. Magnús: Yfirspiluðum FH„Ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki náð að halda þetta út. Mér fannst við mikið betra liðið á vellinum. Við misstum einbeitingu í smá stund þar sem við héldum að það væri brotið á okkar leikmanni og þeir skora upp úr því. Fyrir utan það er ég mjög sáttur við mína menn,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals. „Við sundurspilum þá einu sinni og það er grátlegt að Kolbeinn skuli ekki setja hann. Við spiluðum þá upp úr skónum og vorum komnir inn að markteig og ég hélt að við værum að gera út um þetta þar,“ sagði Magnús um dauðafærið sem Kolbeinn Kárason fékk í seinni hálfleik. Magnús var ekki síður ósáttur við að Valur hafi ekki fengið aukaspyrnu í aðdraganda þess að FH jafnaði metin. „Kolbeinn er stinga boltanum framhjá og það er hlaupið inn í hann. Ég skil ekki að það sé ekki dæmt þó það sé einhver lína sem er búið að gefa. Þetta er púra brot. En ég ætla ekki að kenna dómaranum um þetta. Við klúðruðum þessu sjálfir. „Ég var heilt yfir ánægður með mína menn. Við áttum eins og ég segi að gera út um þetta. Að yfirspila FH á heimavelli er mjög gott. „Þeir komast inn í leikinn í korter. Þeir eru með leikreynt lið og ná að jafna á þeim tíma sem þeir eru inni í leiknum og það gera bara góð lið og FH er auðvitað með frábært lið,“ sagði Magnús að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira