Lífið

Miley staðfestir að hún reykti kannabis á sviðinu

Skjáskot
Miley Cyrus hefur staðfest að sígarettan sem hún reykti á sviðinu á MTV-Europe-verðlaunahátíðinni á sunnudag var kannabis.

Miley tók við verðlaunum fyrir myndband við lagið Wrecking Ball sem var kosið myndband ársins. Þegar á sviðið var komið kveikti hún sér hins vegar í jónu. 

Poppstjarnan unga bætti við að henni hefði fundist þetta sniðugt uppátæki og eitthvað sem áhorfendurnir hefðu gaman af.

Hún fór í viðtal við UK Capital FM útvarpsstöðina fyrr í vikunni þar sem hún útskýrði hvernig atvikið hefði komið til.

„Ég hugsa ekkert um svoleiðis,“ sagði Miley í viðtalinu þegar hún var spurð hvort hún hefði pælt í því sem slúðurmiðlar myndu segja við uppátækinu.

„Ég var bara að ganga út úr búningsherberginu mínu og hugsaði með mér að ég væri með þetta í veskinu og að það væri ógeðslega fyndið. Og ég sagði ekki neitt við neinn heldur gerði þetta bara,“ sagði Miley jafnframt.

„Ég gerði þetta bara vegna þess að ég vissi að aðdáendur mínir í Amsterdam myndu elska það. Og það varð allt vitlaust þegar ég kveikti í... Mér er alveg sama hvað fjölmiðlar segja um mig vegna þess að ég er hætt að „gúggla“ mig, þannig að ég veit ekki einu sinni hvað þeir segja. Og mér er alveg sama,“ sagði Miley að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.