Lífið

Miley reykir jónu á sviði

Söngkonan Miley Cyrus hneykslaði á ný á MTV European Music-verðlaunahátíðinni í Amsterdam.

Þessi tvítuga poppprinsessa tók við verðlaunum fyrir myndband við lagið Wrecking Ball sem var kosið myndband ársins. Þegar á sviðið var komið kveikti hún sér hins vegar í jónu.

Myndavélarnar fóru á loft þegar Miley kveikti sér í jónu.
Marijúana er löglegt í Hollandi og segja heimildarmenn tímaritsins Us Weekly að Miley hafi reykt ansi mikið af því baksviðs á verðlaunahátíðinni.

Þá tróð hún upp tvisvar á hátíðinni. Annars vegar söng hún lagið We Can‘t Stop og hins vegar bauð hún upp á afar hráa útfærslu af laginu Wrecking Ball. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar Miley kveikir sér í jónu.

Villta, tryllta Miley.
Lífið á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.