Fótbolti

Daily Mail: Þrjú ensk félög hafa áhuga á Alfreð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum á sínu fyrsta tímabili með SC Heerenveen og er þegar búinn að skora 19 mörk í hollensku úrvalsdeildinni. Alfreð hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum þar af voru tvö þeirra sigurmörk.

Alfreð blómstrar undir stjórn Marco van Basten og nú eru fjölmiðlar farnir að skrifa um að íslenski landsliðsframherjinn gæti verið á förum frá Heerenveen í sumar.

Daily Mail skrifar um að þrjú lið í ensku úrvalsdeildinni, Everton, Aston Villa og West Ham United, hafi áhuga á Alfreð sem hefur skorað 53 prósent marka Heerenveen á tímabilinu.

Alfreð skoraði einnig 12 mörk í 17 leikjum með Helsingsborg í sænsku deildinni síðasta sumar og er því búinn að skora 31 mark í síðustu 39 deildarleikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×