Innlent

Mega keyra á 130 á hraðbrautum

Brjánn Jónasson skrifar
Engin hraðbraut er á Íslandi en tvöfaldur hluti Reykjanesbrautarinnar kemst líklega næst því að falla í þann flokk.
Engin hraðbraut er á Íslandi en tvöfaldur hluti Reykjanesbrautarinnar kemst líklega næst því að falla í þann flokk. fréttablaðið/Vilhelm
Ný ríkisstjórn í Noregi hefur það á stefnuskrá sinni að hækka hámarkshraðann á hraðbrautum í landinu úr 90 í 130 kílómetra á klukkustund.

Fram kemur í frétt á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) að 90 kílómetra hámarkshraðinn sé lægsti leyfilegi hámarkshraði á hraðbrautum í Evrópu.

Áður en hámarkshraðinn verður hækkaður verður farið yfir hraðbrautirnar og þess gætt að þær þoli aukinn hraða án þess að það kalli á auknar líkur á slysum samkvæmt stjórnarsáttmála Framfaraflokksins og Hægriflokksins. 

Nánar er fjallað um málið á vef FÍB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×