Enski boltinn

Gervinho yfirgefur Arsenal | Líklega á leið til Marseille

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gervinho í leik með Arsenal
Gervinho í leik með Arsenal Mynd / Getty Images
Franska knattspyrnuliðið Marseille hefur staðfest að það ætli sér að klófesta framherjann Gervinho frá Arsenal í sumar.

Þessi 26 ára framherji kom til Englands árið 2011 en hefur átt erfitt uppdráttar að finna sitt rétta form.

Arsenal greiddi 11 milljónir punda fyrir leikmanninn en hann kom til félagsins frá Lille í Frakklandi.

„Þetta er leikmaður sem við höfum mikinn áhuga á,“ sagði Franck Passi, aðstoðarþjálfari Marseille, við fjölmiðla ytra.

„Okkur vantar leikmenn sem eru með fjölbreyttan stíl og geta rekið boltann, gefið stoðsendingar og skorað mörk.“

Gervinho gerði aðeins ellefu mörk fyrir Arsenal á tímabilinu og frammistaða hans því langt undir væntingum.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur fengið fjármagn frá eigendum félagsins til að styrkja liðið og því verður að teljast líklegt að Gervinho yfirgefi London í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×