Innlent

Drengur liggur á gjörgæslu eftir að bílstjóri flautaði á hestastóð

Jóhannes Stefánsson skrifar
Ökumaðurinn keyrði burt eftir atvikið. Mynd tengist frétt ekki beint.
Ökumaðurinn keyrði burt eftir atvikið. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd/ GVA
Ungur drengur liggur á gjörgæslu með rofna lifur og innvortis blæðingar eftir að hann datt af hestbaki eftir að ókunnugur bílstjóri flautaði ítrekað á hóp barna, sem voru í hestaferð, með þeim afleiðingum að hestarnir fældust og krakkarnir duttu af baki.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt um málið á fjórða tímanum í gær. Í tilkynningu til lögreglu sagði að ungur piltur hefði dottið af baki og hann fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Málið er í ferli hjá lögreglu.

Í stöðuuppfærslu móður drengsins, sem liggur á gjörgæslunni, á Facebook segir að börnin séu í áfalli. 

„Ég vona svo innilega að ef sá hinn sami sem keyrði og flautaði á börnin eins og vitleysingur sjái sóma sinn í þvi að gera þetta aldrei aftur,“ segir í stöðuuppfærslunni.

Nánar verður rætt við móður drengsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×