Innlent

Blómstrandi rós á Digranesheiði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Pálmi Sveinsson dáist að blómstrandi rós í garði sínum.
Pálmi Sveinsson dáist að blómstrandi rós í garði sínum. Fréttablaðið/Valli
„Það undrast þetta allir sem koma hérna að sjá blómin í fullum skrúða,“ segir Pálmi Sveinsson í Digranesheiði 33 í Kópavogi þar sem rós er nú blómstrandi þótt komið sé fram yfir miðjan október.

Pálmi segir að þau Alfa Malmquist kona hans hafi sett rósina niður í ágúst. Rósin, sem sé af tegundinni Rosa Golden Apollo, standi við húsvegg.

„Og af því að þetta er eldra húsnæði kemur hiti frá grunninum og gróðurinn nýtur góðs af því,“ útskýrir Pálmi sem segir að fyrir nokkrum árum hafi reyndar blómstrað hjá þeim rós um miðjan nóvember. „Hún stóð við suðurgluggann og það var frost þá.“

Í garðinum eru einnig blómstrandi stjúpur og morgunfrúr. „Þetta er virkilegur yndisauki í haustinu,“ segir Pálmi um gróskuna í garði sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×