Óttast að tölvubann leiði til aukinnar neyslu og ofbeldis Valur Grettisson skrifar 18. október 2013 07:00 Ríkharður Ríkharðsson, formaður Afstöðu, félags fanga, er fyrir miðju á neðstu myndinni til hægri. Við hlið hennar má sjá þá Stefán Loga Sívarsson (t.v.) og Stefán Blackburn (t.h.) sem eru ákærðir fyrir hrottalegar pyntingar. „Það er meðal annars vegna hótana og svika sem við takmörkum aðgang að tölvum,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en ákveðið var í vikunni að takmarkara verulega tölvuaðgang fanga á landinu. Reglurnar voru kynntar fyrir föngum í vikunni sem eru ósáttir. Allar turntölvur verða fjarlægðar og aðeins þeir sem eru skráðir í nám fá að hafa fartölvur. Þeir mega þó ekki hafa þær inni í klefum sínum frá klukkan tíu á kvöldin til átta morguninnn eftir. Reglugerðin tekur gildi 15. janúar.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Fréttablaðið/GVAPáll segir að Fangelsismálastofnun hafi lengi reynt að halda úti frjálslegri stefnu varðandi tölvumál, „en samfélagið hefur breyst svo mikið. Það er komin ný tegund af glæpamönnum og það þarf að bregðast við því,“ segir Páll. Aðspurður hvað hann eigi við svarar hann: „Þetta eru menn sem hafa gerst sekir um svo hrottafengin og viðbjóðsleg afbrot að það þarf að tryggja að slíkir einstaklingar séu teknir úr samfélaginu með afgerandi hætti,“ segir hann og bendir á að fangar hafi margoft orðið uppvísir af því að hóta fólki, fórnarlömbum og öðrum - og jafnvel vitnum í dómsmálum. „Og þetta eru fleiri en eitt og fleiri en tvö mál og það er algjörlega óþolandi,“ segir Páll. Einnig er til skoðunar að fjarlægja öll lóð úr fangelsum. „Það er ósköp einfalt í mínum huga. Fangelsin eiga ekki að skila af sér einhverjum holdanautum sem geta barið mann og annan.“Margrét Frímansdóttir, forstöðumaður Litla Hraun. Fréttablaðið/GVAEinungis þeir sem eru í námi mega vera með fartölvu. „Og við fylgjumst mjög vel með námi fanga,“ útskýrir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla Hrauns. Hún segir engan geta skráð sig í nám og sluksað og þannig notið forréttinda sem náminu fylgir. Hún segir fangelsisyfirvöld einnig hafa mjög rúmar heimildir til þess að kanna innihald tölva. Ríkharður Ríkharðsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir fanga afar ósátta og býst við alvarlegum afleiðingum. „Það er verið að taka af okkur helstu afþreyinguna og þetta leiðir bara af sér meiri fíkniefnaneyslu og ofbeldi,“ segir Ríkharður. „Mér finnst líka að það eigi ekki að refsa hinum saklausu fyrir misnotkun annarra,“ bætir hann við. Aðspurður um að fjarlægja eigi öll lóð úr fangelsum svarar Ríkhaður: „Það yrði bara skelfilegt. Þá er þetta bara orðin refsivist.“Fanga augnablikið mánuði eftir meintar pyntingar Hér fyrir ofan má sjá myndir af föngum sem voru teknar í gegnum tölvur og birtar á Facebook-síðum fanganna. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa orðið uppvísir að alvarlegum ofbeldisbrotum. Nýjasta myndin er af Stefáni Loga Sívarssyni og Stefáni Blackburn sem eru ákærðir fyrir að pynta á hrottalegan hátt karlmann á Stokkseyri í sumar. Myndin var birt á Facebook-síðu félaga þeirra, Bergs Más Ágústssonar, tæpum mánuði eftir árásina. Myndin sem um ræðir er þessi sem er úr fókus og Stefán Blackburn heldur á hækju. Stefán Logi er lengst til vinstri á myndinni og Bergur er fyrir aftan þá. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Það er meðal annars vegna hótana og svika sem við takmörkum aðgang að tölvum,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en ákveðið var í vikunni að takmarkara verulega tölvuaðgang fanga á landinu. Reglurnar voru kynntar fyrir föngum í vikunni sem eru ósáttir. Allar turntölvur verða fjarlægðar og aðeins þeir sem eru skráðir í nám fá að hafa fartölvur. Þeir mega þó ekki hafa þær inni í klefum sínum frá klukkan tíu á kvöldin til átta morguninnn eftir. Reglugerðin tekur gildi 15. janúar.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Fréttablaðið/GVAPáll segir að Fangelsismálastofnun hafi lengi reynt að halda úti frjálslegri stefnu varðandi tölvumál, „en samfélagið hefur breyst svo mikið. Það er komin ný tegund af glæpamönnum og það þarf að bregðast við því,“ segir Páll. Aðspurður hvað hann eigi við svarar hann: „Þetta eru menn sem hafa gerst sekir um svo hrottafengin og viðbjóðsleg afbrot að það þarf að tryggja að slíkir einstaklingar séu teknir úr samfélaginu með afgerandi hætti,“ segir hann og bendir á að fangar hafi margoft orðið uppvísir af því að hóta fólki, fórnarlömbum og öðrum - og jafnvel vitnum í dómsmálum. „Og þetta eru fleiri en eitt og fleiri en tvö mál og það er algjörlega óþolandi,“ segir Páll. Einnig er til skoðunar að fjarlægja öll lóð úr fangelsum. „Það er ósköp einfalt í mínum huga. Fangelsin eiga ekki að skila af sér einhverjum holdanautum sem geta barið mann og annan.“Margrét Frímansdóttir, forstöðumaður Litla Hraun. Fréttablaðið/GVAEinungis þeir sem eru í námi mega vera með fartölvu. „Og við fylgjumst mjög vel með námi fanga,“ útskýrir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla Hrauns. Hún segir engan geta skráð sig í nám og sluksað og þannig notið forréttinda sem náminu fylgir. Hún segir fangelsisyfirvöld einnig hafa mjög rúmar heimildir til þess að kanna innihald tölva. Ríkharður Ríkharðsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir fanga afar ósátta og býst við alvarlegum afleiðingum. „Það er verið að taka af okkur helstu afþreyinguna og þetta leiðir bara af sér meiri fíkniefnaneyslu og ofbeldi,“ segir Ríkharður. „Mér finnst líka að það eigi ekki að refsa hinum saklausu fyrir misnotkun annarra,“ bætir hann við. Aðspurður um að fjarlægja eigi öll lóð úr fangelsum svarar Ríkhaður: „Það yrði bara skelfilegt. Þá er þetta bara orðin refsivist.“Fanga augnablikið mánuði eftir meintar pyntingar Hér fyrir ofan má sjá myndir af föngum sem voru teknar í gegnum tölvur og birtar á Facebook-síðum fanganna. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa orðið uppvísir að alvarlegum ofbeldisbrotum. Nýjasta myndin er af Stefáni Loga Sívarssyni og Stefáni Blackburn sem eru ákærðir fyrir að pynta á hrottalegan hátt karlmann á Stokkseyri í sumar. Myndin var birt á Facebook-síðu félaga þeirra, Bergs Más Ágústssonar, tæpum mánuði eftir árásina. Myndin sem um ræðir er þessi sem er úr fókus og Stefán Blackburn heldur á hækju. Stefán Logi er lengst til vinstri á myndinni og Bergur er fyrir aftan þá.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira