Óttast að tölvubann leiði til aukinnar neyslu og ofbeldis Valur Grettisson skrifar 18. október 2013 07:00 Ríkharður Ríkharðsson, formaður Afstöðu, félags fanga, er fyrir miðju á neðstu myndinni til hægri. Við hlið hennar má sjá þá Stefán Loga Sívarsson (t.v.) og Stefán Blackburn (t.h.) sem eru ákærðir fyrir hrottalegar pyntingar. „Það er meðal annars vegna hótana og svika sem við takmörkum aðgang að tölvum,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en ákveðið var í vikunni að takmarkara verulega tölvuaðgang fanga á landinu. Reglurnar voru kynntar fyrir föngum í vikunni sem eru ósáttir. Allar turntölvur verða fjarlægðar og aðeins þeir sem eru skráðir í nám fá að hafa fartölvur. Þeir mega þó ekki hafa þær inni í klefum sínum frá klukkan tíu á kvöldin til átta morguninnn eftir. Reglugerðin tekur gildi 15. janúar.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Fréttablaðið/GVAPáll segir að Fangelsismálastofnun hafi lengi reynt að halda úti frjálslegri stefnu varðandi tölvumál, „en samfélagið hefur breyst svo mikið. Það er komin ný tegund af glæpamönnum og það þarf að bregðast við því,“ segir Páll. Aðspurður hvað hann eigi við svarar hann: „Þetta eru menn sem hafa gerst sekir um svo hrottafengin og viðbjóðsleg afbrot að það þarf að tryggja að slíkir einstaklingar séu teknir úr samfélaginu með afgerandi hætti,“ segir hann og bendir á að fangar hafi margoft orðið uppvísir af því að hóta fólki, fórnarlömbum og öðrum - og jafnvel vitnum í dómsmálum. „Og þetta eru fleiri en eitt og fleiri en tvö mál og það er algjörlega óþolandi,“ segir Páll. Einnig er til skoðunar að fjarlægja öll lóð úr fangelsum. „Það er ósköp einfalt í mínum huga. Fangelsin eiga ekki að skila af sér einhverjum holdanautum sem geta barið mann og annan.“Margrét Frímansdóttir, forstöðumaður Litla Hraun. Fréttablaðið/GVAEinungis þeir sem eru í námi mega vera með fartölvu. „Og við fylgjumst mjög vel með námi fanga,“ útskýrir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla Hrauns. Hún segir engan geta skráð sig í nám og sluksað og þannig notið forréttinda sem náminu fylgir. Hún segir fangelsisyfirvöld einnig hafa mjög rúmar heimildir til þess að kanna innihald tölva. Ríkharður Ríkharðsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir fanga afar ósátta og býst við alvarlegum afleiðingum. „Það er verið að taka af okkur helstu afþreyinguna og þetta leiðir bara af sér meiri fíkniefnaneyslu og ofbeldi,“ segir Ríkharður. „Mér finnst líka að það eigi ekki að refsa hinum saklausu fyrir misnotkun annarra,“ bætir hann við. Aðspurður um að fjarlægja eigi öll lóð úr fangelsum svarar Ríkhaður: „Það yrði bara skelfilegt. Þá er þetta bara orðin refsivist.“Fanga augnablikið mánuði eftir meintar pyntingar Hér fyrir ofan má sjá myndir af föngum sem voru teknar í gegnum tölvur og birtar á Facebook-síðum fanganna. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa orðið uppvísir að alvarlegum ofbeldisbrotum. Nýjasta myndin er af Stefáni Loga Sívarssyni og Stefáni Blackburn sem eru ákærðir fyrir að pynta á hrottalegan hátt karlmann á Stokkseyri í sumar. Myndin var birt á Facebook-síðu félaga þeirra, Bergs Más Ágústssonar, tæpum mánuði eftir árásina. Myndin sem um ræðir er þessi sem er úr fókus og Stefán Blackburn heldur á hækju. Stefán Logi er lengst til vinstri á myndinni og Bergur er fyrir aftan þá. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
„Það er meðal annars vegna hótana og svika sem við takmörkum aðgang að tölvum,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en ákveðið var í vikunni að takmarkara verulega tölvuaðgang fanga á landinu. Reglurnar voru kynntar fyrir föngum í vikunni sem eru ósáttir. Allar turntölvur verða fjarlægðar og aðeins þeir sem eru skráðir í nám fá að hafa fartölvur. Þeir mega þó ekki hafa þær inni í klefum sínum frá klukkan tíu á kvöldin til átta morguninnn eftir. Reglugerðin tekur gildi 15. janúar.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Fréttablaðið/GVAPáll segir að Fangelsismálastofnun hafi lengi reynt að halda úti frjálslegri stefnu varðandi tölvumál, „en samfélagið hefur breyst svo mikið. Það er komin ný tegund af glæpamönnum og það þarf að bregðast við því,“ segir Páll. Aðspurður hvað hann eigi við svarar hann: „Þetta eru menn sem hafa gerst sekir um svo hrottafengin og viðbjóðsleg afbrot að það þarf að tryggja að slíkir einstaklingar séu teknir úr samfélaginu með afgerandi hætti,“ segir hann og bendir á að fangar hafi margoft orðið uppvísir af því að hóta fólki, fórnarlömbum og öðrum - og jafnvel vitnum í dómsmálum. „Og þetta eru fleiri en eitt og fleiri en tvö mál og það er algjörlega óþolandi,“ segir Páll. Einnig er til skoðunar að fjarlægja öll lóð úr fangelsum. „Það er ósköp einfalt í mínum huga. Fangelsin eiga ekki að skila af sér einhverjum holdanautum sem geta barið mann og annan.“Margrét Frímansdóttir, forstöðumaður Litla Hraun. Fréttablaðið/GVAEinungis þeir sem eru í námi mega vera með fartölvu. „Og við fylgjumst mjög vel með námi fanga,“ útskýrir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla Hrauns. Hún segir engan geta skráð sig í nám og sluksað og þannig notið forréttinda sem náminu fylgir. Hún segir fangelsisyfirvöld einnig hafa mjög rúmar heimildir til þess að kanna innihald tölva. Ríkharður Ríkharðsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir fanga afar ósátta og býst við alvarlegum afleiðingum. „Það er verið að taka af okkur helstu afþreyinguna og þetta leiðir bara af sér meiri fíkniefnaneyslu og ofbeldi,“ segir Ríkharður. „Mér finnst líka að það eigi ekki að refsa hinum saklausu fyrir misnotkun annarra,“ bætir hann við. Aðspurður um að fjarlægja eigi öll lóð úr fangelsum svarar Ríkhaður: „Það yrði bara skelfilegt. Þá er þetta bara orðin refsivist.“Fanga augnablikið mánuði eftir meintar pyntingar Hér fyrir ofan má sjá myndir af föngum sem voru teknar í gegnum tölvur og birtar á Facebook-síðum fanganna. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa orðið uppvísir að alvarlegum ofbeldisbrotum. Nýjasta myndin er af Stefáni Loga Sívarssyni og Stefáni Blackburn sem eru ákærðir fyrir að pynta á hrottalegan hátt karlmann á Stokkseyri í sumar. Myndin var birt á Facebook-síðu félaga þeirra, Bergs Más Ágústssonar, tæpum mánuði eftir árásina. Myndin sem um ræðir er þessi sem er úr fókus og Stefán Blackburn heldur á hækju. Stefán Logi er lengst til vinstri á myndinni og Bergur er fyrir aftan þá.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira