Enginn næringarfræðingur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. október 2013 13:06 Erfitt að nálgast næringarfræðinga eins og staðan er í dag, mynd/365 „Eins og staðan er í dag er enginn næringarfræðingur né næringarráðgjafi starfandi við á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Hún segir að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðisþjónustunni og þar myndi næringarráðgjöf henta mjög vel fyrir þá sem þurfa á henni að halda. Þegar börn eru að fara út af leið og það er eitthvað sem bendir til þess að þau séu ekki innan eðlilegra viðmiða, þá sé ekkert kerfi sem fangar þau og ekkert kerfi sem tekur við þeim með tilliti til næringar.Fólk reyni auðvitað að gera sitt besta og veita almennar ráðleggingar, en sumir þurfi sérstök ráð af ýmsum ástæðum. "Þegar það er til dæmis grunur um að barn sé með fæðuofnæmi eða óþol eða slíkt hefur verið staðfest af ofnæmislæknum, þá þarf að skoða mataræði barnsins með það í huga hvaða fæðutegundir geti komið i staðinn fyrir þá fæðu sem taka þarf út," segir Ingibjörg. "Þar sem um til dæmis mjólkurofnæmi er að ræða, getur verið nauðsynlegt í ákveðnum tilfellum að taka mjólkina alveg út og flestir mjög meðvitaðir um að mikilvægt sé að huga að því hvaða fæðuflokkar geti þá orðið aðaluppspretta kalks í stað mjólkurvara," segir hún. Ingbjörg segir að mjólkin sé hins vegar uppspretta fjölmargra annarra næringarefna í fæði íslenskra barna, t.d. joðs, og því þarf að huga að því líka sérstaklega að barnið fullnægi sínum þörfum fyrir önnur efni líka sé mjólkin tekin alfarið út. "Ekki er í öllum tilfellum hægt að yfirfæra þekkingu erlendis frá þegar teknar eru ákvarðanir um hvað eigi að koma í staðinn fyrir þann fæðuflokk sem tekinn er út, vegna þess að fæðuvenjur eru mismunandi milli landa og þar af leiðandi mismunandi fæðutegundir sem eru lykiluppsprettur mismunandi næringarefna," segir hún. "Íslenskir næringarfræðingar og næringarráðgjafar hafa sérþekkingu á íslenskum aðstæðum, nýta sér jafnframt þekkingu úr innlendum og erlendum rannsóknum og gefa ráð út frá heildarmyndinni."Erfitt að nálgast nærignarfræðinga þrátt fyrir fjölgun í stéttinni „Það er því miður erfitt að nálgast næringarfræðinga eins og staðan er í dag, en það eru nokkrir starfandi út í bæ. Það er langtímaverkefni að auka þverfræðilega þekkingu í heilsugæslu landsins og ljóst að þar þurfa heilbrigðisyfirvöld að setja sér langtímamarkmið,“ segir Ingibjörg. Einn næringarfræðingur er í hlutastarfi á Heilsugæslu Akraness og það sama á við um Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Heilsugæsluna í Keflavík og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Einn næringarrágjafi er á Reykjalundi og annar á Heilsustofnuninni í Hveragerði, þar með sé það upptalið. Á Næringarstofu Landspítala starfa 14 næringarfræðingar og næringarráðgjafar í tæplega 9 stöðugildum.„Næringarfræðingur og næringarráðgjafi eru lögvernduð starfheiti og er gerð krafa um fimm ára háskólanám (meistaragráðu) í faginu. Við höfum lengi vel ekki átt nógu marga næringarfræðinga eða næringarráðgjafa til að geta boðið þjónustu á fleiri stöðum, en eftir að Háskóli Íslands fór að bjóða upp á BS nám í næringarfræði haustið 2008 hefur nemendum í framhaldsnámi einnig fjölgað og þar með útskrifuðum næringarfræðingum.“ „Þekking í faginu hefur aukist verulega á síðastliðnum árum og fjölmargir Íslendingar tekið virkan þátt í þeirri þekkingaröflun með þátttöku í innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum. Við eigum mjög vel menntaða næringarfræðinga, margir eru með doktorspróf og hafa þar með öðlast mikla færni í því meðal annars að túlka og skilja mismunandi rannsóknaniðurstöður á sviði næringar, " segir Ingibjörg. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Eins og staðan er í dag er enginn næringarfræðingur né næringarráðgjafi starfandi við á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Hún segir að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðisþjónustunni og þar myndi næringarráðgjöf henta mjög vel fyrir þá sem þurfa á henni að halda. Þegar börn eru að fara út af leið og það er eitthvað sem bendir til þess að þau séu ekki innan eðlilegra viðmiða, þá sé ekkert kerfi sem fangar þau og ekkert kerfi sem tekur við þeim með tilliti til næringar.Fólk reyni auðvitað að gera sitt besta og veita almennar ráðleggingar, en sumir þurfi sérstök ráð af ýmsum ástæðum. "Þegar það er til dæmis grunur um að barn sé með fæðuofnæmi eða óþol eða slíkt hefur verið staðfest af ofnæmislæknum, þá þarf að skoða mataræði barnsins með það í huga hvaða fæðutegundir geti komið i staðinn fyrir þá fæðu sem taka þarf út," segir Ingibjörg. "Þar sem um til dæmis mjólkurofnæmi er að ræða, getur verið nauðsynlegt í ákveðnum tilfellum að taka mjólkina alveg út og flestir mjög meðvitaðir um að mikilvægt sé að huga að því hvaða fæðuflokkar geti þá orðið aðaluppspretta kalks í stað mjólkurvara," segir hún. Ingbjörg segir að mjólkin sé hins vegar uppspretta fjölmargra annarra næringarefna í fæði íslenskra barna, t.d. joðs, og því þarf að huga að því líka sérstaklega að barnið fullnægi sínum þörfum fyrir önnur efni líka sé mjólkin tekin alfarið út. "Ekki er í öllum tilfellum hægt að yfirfæra þekkingu erlendis frá þegar teknar eru ákvarðanir um hvað eigi að koma í staðinn fyrir þann fæðuflokk sem tekinn er út, vegna þess að fæðuvenjur eru mismunandi milli landa og þar af leiðandi mismunandi fæðutegundir sem eru lykiluppsprettur mismunandi næringarefna," segir hún. "Íslenskir næringarfræðingar og næringarráðgjafar hafa sérþekkingu á íslenskum aðstæðum, nýta sér jafnframt þekkingu úr innlendum og erlendum rannsóknum og gefa ráð út frá heildarmyndinni."Erfitt að nálgast nærignarfræðinga þrátt fyrir fjölgun í stéttinni „Það er því miður erfitt að nálgast næringarfræðinga eins og staðan er í dag, en það eru nokkrir starfandi út í bæ. Það er langtímaverkefni að auka þverfræðilega þekkingu í heilsugæslu landsins og ljóst að þar þurfa heilbrigðisyfirvöld að setja sér langtímamarkmið,“ segir Ingibjörg. Einn næringarfræðingur er í hlutastarfi á Heilsugæslu Akraness og það sama á við um Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Heilsugæsluna í Keflavík og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Einn næringarrágjafi er á Reykjalundi og annar á Heilsustofnuninni í Hveragerði, þar með sé það upptalið. Á Næringarstofu Landspítala starfa 14 næringarfræðingar og næringarráðgjafar í tæplega 9 stöðugildum.„Næringarfræðingur og næringarráðgjafi eru lögvernduð starfheiti og er gerð krafa um fimm ára háskólanám (meistaragráðu) í faginu. Við höfum lengi vel ekki átt nógu marga næringarfræðinga eða næringarráðgjafa til að geta boðið þjónustu á fleiri stöðum, en eftir að Háskóli Íslands fór að bjóða upp á BS nám í næringarfræði haustið 2008 hefur nemendum í framhaldsnámi einnig fjölgað og þar með útskrifuðum næringarfræðingum.“ „Þekking í faginu hefur aukist verulega á síðastliðnum árum og fjölmargir Íslendingar tekið virkan þátt í þeirri þekkingaröflun með þátttöku í innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum. Við eigum mjög vel menntaða næringarfræðinga, margir eru með doktorspróf og hafa þar með öðlast mikla færni í því meðal annars að túlka og skilja mismunandi rannsóknaniðurstöður á sviði næringar, " segir Ingibjörg.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira