„Laun kennara þurfa að hækka um 20 prósent“ Hjörtur Hjartarson skrifar 18. október 2013 19:00 Kennarastéttin hefur dregist aftur úr undanfarin ár og þyrfti tuttugu prósenta launahækkun til að ná fram eðlilegri leiðréttingu, segir formaður kennarasambands Íslands. Ný skýrsla aðila vinnumarkaðsins um launa og efnahagsþróun á Íslandi frá 2006 var kynnt í dag. Að samstarfsnefndinni um gerð skýrslunnar standa fern heildarsamtök launafólks annarsvegar og vinnuveitendamegin Samtök atvinnulífsins og , Samband íslenskra sveitarfélaga hinsvegar. „Hvaða lærdóm dragi þið einna helst af niðurstöðu skýrslunnar?“ „Ég held að við verðum bara að setjast yfir það og skoða þetta. Það koma þarna fram upplýsingar um launaþróun einstakra starfsstétta innan ákveðinna atvinnugreina sem við höfum ekki séð áður og við þurfum bara að greina þetta betur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri atvinnulífsins segir skýrsluna koma til með að nýtast vel við gerð kjarasamninga á komandi vikum. „Við fáum hér yfirgripsmikla mynd af launaþróun á liðnum árum annarsvegar og hinsvegar í fyrsta sinn að horfa mjög vandlega yfir efnahagsumhverfið og efnahagslegar forsendur þeirra kjarasamninga sem við erum að fara inn í. Þetta er mjög mikilvæg vinna og mjög ánægjulegt að sjá að svona vel hafi tekist til. Ég er sannfærður um það að þetta muni leiða okkur til skynsamlegrar niðurstöðu.“Eitt af því sem fram kemur í skýrslunni er að laun framhaldsskólakennara hafa hækkað minnst allra þeirra hópa sem skoðaðir voru í skýrslunni. Laun framhaldsskólakennara hafa hækkað um 45 prósent frá 2006 á meðan laun félagsmanna innan ASÍ hafa hækkað um 59 prósent. Þetta vill kennarasambandið leiðrétta í komandi kjarasamningum. „Við þurfum að hækka launin um tuttugu prósent, allavega til að komast í áttina að því sem aðrir sérfræðingar með fimm ára háskólanám að baki eru með og í raun enn hærra ef við ætlum að miða okkur við almenna markaðinn,“ segir Þórður Á. Hjaltested. Þórður telur að með þjóðarsátt megi ná fram æskilegri leiðréttingu. Hversu hart kennarar muni berjast fyrir bættum kjörum eigi eftir að koma í ljós. Öll umræða um verkfall sé hinsvegar ótímabær. „Kennarasambandið býr að góðum verkfallssjóði. En það er alveg ljóst að við erum ekki að stefna í verkfall. Við erum að stefna að því að ná kjarasamningum og allar okkar samninganefndir þeirra sjö aðildarfélaga sem eru innan Kennarasambandsins stefna að því, að sjálfsögðu að fara inn í samningana til að semja.“ Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Kennarastéttin hefur dregist aftur úr undanfarin ár og þyrfti tuttugu prósenta launahækkun til að ná fram eðlilegri leiðréttingu, segir formaður kennarasambands Íslands. Ný skýrsla aðila vinnumarkaðsins um launa og efnahagsþróun á Íslandi frá 2006 var kynnt í dag. Að samstarfsnefndinni um gerð skýrslunnar standa fern heildarsamtök launafólks annarsvegar og vinnuveitendamegin Samtök atvinnulífsins og , Samband íslenskra sveitarfélaga hinsvegar. „Hvaða lærdóm dragi þið einna helst af niðurstöðu skýrslunnar?“ „Ég held að við verðum bara að setjast yfir það og skoða þetta. Það koma þarna fram upplýsingar um launaþróun einstakra starfsstétta innan ákveðinna atvinnugreina sem við höfum ekki séð áður og við þurfum bara að greina þetta betur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri atvinnulífsins segir skýrsluna koma til með að nýtast vel við gerð kjarasamninga á komandi vikum. „Við fáum hér yfirgripsmikla mynd af launaþróun á liðnum árum annarsvegar og hinsvegar í fyrsta sinn að horfa mjög vandlega yfir efnahagsumhverfið og efnahagslegar forsendur þeirra kjarasamninga sem við erum að fara inn í. Þetta er mjög mikilvæg vinna og mjög ánægjulegt að sjá að svona vel hafi tekist til. Ég er sannfærður um það að þetta muni leiða okkur til skynsamlegrar niðurstöðu.“Eitt af því sem fram kemur í skýrslunni er að laun framhaldsskólakennara hafa hækkað minnst allra þeirra hópa sem skoðaðir voru í skýrslunni. Laun framhaldsskólakennara hafa hækkað um 45 prósent frá 2006 á meðan laun félagsmanna innan ASÍ hafa hækkað um 59 prósent. Þetta vill kennarasambandið leiðrétta í komandi kjarasamningum. „Við þurfum að hækka launin um tuttugu prósent, allavega til að komast í áttina að því sem aðrir sérfræðingar með fimm ára háskólanám að baki eru með og í raun enn hærra ef við ætlum að miða okkur við almenna markaðinn,“ segir Þórður Á. Hjaltested. Þórður telur að með þjóðarsátt megi ná fram æskilegri leiðréttingu. Hversu hart kennarar muni berjast fyrir bættum kjörum eigi eftir að koma í ljós. Öll umræða um verkfall sé hinsvegar ótímabær. „Kennarasambandið býr að góðum verkfallssjóði. En það er alveg ljóst að við erum ekki að stefna í verkfall. Við erum að stefna að því að ná kjarasamningum og allar okkar samninganefndir þeirra sjö aðildarfélaga sem eru innan Kennarasambandsins stefna að því, að sjálfsögðu að fara inn í samningana til að semja.“
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira