Fótbolti

Beckham kvaddi með stoðsendingu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Beckham lagði upp mark í kvöld
Beckham lagði upp mark í kvöld Mynd/Nordic Photos

David Beckham lék sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinu í kvöld þegar PSG sigraði Brest í París í kvöld og lagði upp eitt marka liðsins en Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörkin.

Beckham vildi kveðja í París og leikur því ekki með PSG í síðustu umferðinni á útivelli.

Zlatan skoraði strax á fimmtu mínútu fyrir PSG sem þegar hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Blaise Matuidi skoraði annað mark PSG eftir sendingu Beckham og fimm mínútum síðar bætti Zlatan þriðja markinu við. Staðan var 3-0 í hálfleik.

Charlison Benschop minnkaði muninn á 81. mínútu. fyrir Brest sem er í neðsta sæti deildarinnar og þegar fallið í 2. deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×