Vill helst ekki vera í sama húsi og Graham Valur Grettisson skrifar 29. ágúst 2013 09:00 Sverrir Agnarsson, formaður félags múslíma á Íslandi segist virða málfrelsi en ekki kæra sig mikið um félagsskap Franklins Graham. „Það eru mikil vonbrigði að hún hafi ákveðið þetta,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, um ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að halda erindi á Hátíð vonar sem verður haldin í Laugardalshöll í lok september. Aðalræðumaður hátíðarinnar er predikarinn Franklin Graham en sá er afar umdeildur, bæði vegna ummæla sinna um múslima sem og afstöðu hans til samkynhneigðra. Biskupsstofa baðst afsökunar á því að hafa auglýst hátíðina á vef sínum, kirkjan.is, skömmu fyrir Hinsegin daga sem fram fóru í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Meðal annars sagði í tilkynningu frá embættinu: „Það var ekki ætlunin með birtingu hennar að varpa neinum skugga á Hinsegin daga eða taka undir orð Franklins Graham um samkynhneigða og hjónaband þeirra. Við biðjumst afsökunar á þessu.“ Anna Pála segir ákvörðun biskups vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að hún staldraði við og íhugaði málið, „og það réttilega,“ bætir Anna Pála við og segir að það sé eitt að taka þátt í samkomu án þess að vita um samhengi hennar eða hver stjarna hátíðarinnar er, og annað að taka ákvörðun um að ávarpa fund vitandi að þar sé maður sem miðli neikvæðum boðskap um samkynhneigða. „Mér finnst rökstuðningurinn sem hún færir fyrir þessari ákvörðun, að hún taki samstarf með kristnum söfnuðum fram yfir það að taka skýra afstöðu gegn hatursorðræðu ofsótts minnihlutahóps, lýsa allt öðru en kristilegum kærleika,“ segir Anna Pála. Hún segir samtökin hafa fengið gríðarlega sterk viðbrögð vegna viðburðarins og að það komi vel til greina að mótmæla hátíðinni með einhverju móti þegar nær dregur. Franklin er ekki aðeins umdeildur vegna sjónarmiða sinna gagnvart samkynhneigðum, heldur hefur hann talað harkalega gegn múslimum. Meðal annars hefur hann sagt íslam „ill og andstyggileg trúarbrögð“. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi, segir Franklin hluta af iðnvæddri íslamfóbíu, en hann virði þó sjónarmið allra, þótt hann sé ekki sammála þeim. „Ég er mikill stuðningsmaður málfrelsis og vil helst ekki skipta mér af því sem biskup Íslands gerir, en persónulega myndi ég ekki vilja vera í sama húsi og þessi maður,“ segir Sverrir um málflutning Franklins Graham.Vildi standa við loforðið„Það var nú aðallega það að ég var búin að lofa þessu og vildi standa við loforðið, eins og ég er alin upp við,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup, spurð um hvað réði úrslitum þegar hún ákvað að taka þátt í Hátíð vonar eftir að hafa tekið sér góðan umhugsunarfrest.Hún segist hafa reynt að koma því skýrt til skila að kirkjan standi heilshugar með réttindabaráttu hinsegin fólks og muni hvergi hvika frá því.„Vissulega getur það verið viss yfirlýsing að mæta ekki, en að mæta er líka yfirlýsing því þá fær maður tækifæri til að tala um hlutina og segja hug sinn.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að hún hafi ákveðið þetta,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, um ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að halda erindi á Hátíð vonar sem verður haldin í Laugardalshöll í lok september. Aðalræðumaður hátíðarinnar er predikarinn Franklin Graham en sá er afar umdeildur, bæði vegna ummæla sinna um múslima sem og afstöðu hans til samkynhneigðra. Biskupsstofa baðst afsökunar á því að hafa auglýst hátíðina á vef sínum, kirkjan.is, skömmu fyrir Hinsegin daga sem fram fóru í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Meðal annars sagði í tilkynningu frá embættinu: „Það var ekki ætlunin með birtingu hennar að varpa neinum skugga á Hinsegin daga eða taka undir orð Franklins Graham um samkynhneigða og hjónaband þeirra. Við biðjumst afsökunar á þessu.“ Anna Pála segir ákvörðun biskups vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að hún staldraði við og íhugaði málið, „og það réttilega,“ bætir Anna Pála við og segir að það sé eitt að taka þátt í samkomu án þess að vita um samhengi hennar eða hver stjarna hátíðarinnar er, og annað að taka ákvörðun um að ávarpa fund vitandi að þar sé maður sem miðli neikvæðum boðskap um samkynhneigða. „Mér finnst rökstuðningurinn sem hún færir fyrir þessari ákvörðun, að hún taki samstarf með kristnum söfnuðum fram yfir það að taka skýra afstöðu gegn hatursorðræðu ofsótts minnihlutahóps, lýsa allt öðru en kristilegum kærleika,“ segir Anna Pála. Hún segir samtökin hafa fengið gríðarlega sterk viðbrögð vegna viðburðarins og að það komi vel til greina að mótmæla hátíðinni með einhverju móti þegar nær dregur. Franklin er ekki aðeins umdeildur vegna sjónarmiða sinna gagnvart samkynhneigðum, heldur hefur hann talað harkalega gegn múslimum. Meðal annars hefur hann sagt íslam „ill og andstyggileg trúarbrögð“. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi, segir Franklin hluta af iðnvæddri íslamfóbíu, en hann virði þó sjónarmið allra, þótt hann sé ekki sammála þeim. „Ég er mikill stuðningsmaður málfrelsis og vil helst ekki skipta mér af því sem biskup Íslands gerir, en persónulega myndi ég ekki vilja vera í sama húsi og þessi maður,“ segir Sverrir um málflutning Franklins Graham.Vildi standa við loforðið„Það var nú aðallega það að ég var búin að lofa þessu og vildi standa við loforðið, eins og ég er alin upp við,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup, spurð um hvað réði úrslitum þegar hún ákvað að taka þátt í Hátíð vonar eftir að hafa tekið sér góðan umhugsunarfrest.Hún segist hafa reynt að koma því skýrt til skila að kirkjan standi heilshugar með réttindabaráttu hinsegin fólks og muni hvergi hvika frá því.„Vissulega getur það verið viss yfirlýsing að mæta ekki, en að mæta er líka yfirlýsing því þá fær maður tækifæri til að tala um hlutina og segja hug sinn.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira