Innlent

Vélarbilun í flugvél Icelandair

Haraldur Guðmundsson skrifar
Unnið er að viðgerð á vél Icelandair á Dulles flugvelli í Washingtonborg.
Unnið er að viðgerð á vél Icelandair á Dulles flugvelli í Washingtonborg.
Flugvél Icelandair sem átti að fljúga frá Washingtonborg til Keflavíkur nú í morgun fór aldrei í loftið vegna vélarbilunar. Vélin átti að fara frá Dulles flugvelli í Washington og lenda í Keflavík klukkan 09:25.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, segir að unnið sé að viðgerð og að öllum líkindum verði sólarhringsseinkun á fluginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×