Fótbolti

Hópurinn sem mætir Íslandi í Bern

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Vilhelm
Ottmar Hitzfeld hefur tilkynnt landsliðshóp Sviss sem mætir Íslandi í undankeppni HM 2014 í Bern föstudaginn 6. september.

Sviss situr í toppsæti riðilsins með 14 stig, Albanía hefur 10 stig og Ísland 9 stig. Liðið vann 2-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli þar sem bæði mörkin komu í síðari hálfleik.

Einn nýliði er í hópnum, Steven Zuber miðjumaður hjá CSKA Moskvu. Lars Lagerbäck tilkynnir íslenska hópinn á blaðamannafundi á morgun klukkan 13.15.

Svissneska hópinn má sjá hér að neðan. Fæðingarár leikmanna, félagslið þeirra, landsleikjafjöldi og mörk má sjá aftan við nafnið.

Markverðir:

Diego Benaglio (1983/Wolfsburg/50 landsleikir, 0 mörk)

Yann Sommer (1988/Basel/4/0)

Marco Wölfli (1982/Young Boys/11/0)

Varnarmenn:

Timm Klose (1988/Wolfsburg/7/0)

Michael Lang (1991/Grasshoppers/1/0)

Stephan Lichtsteiner (1984/Juventus/58/2)

Ricardo Rodriguez (1992/Wolfsburg/15/0)

Fabian Schär (1991/Basel/1/0)

Philippe Senderos (1985/Fulham/49/5)

Steve von Bergen (1983/Young Boys/35/0)

Reto Ziegler (1986/Sassuolo/32/1)

Miðjumenn og sóknarmenn:

Tranquillo Barnetta (1985/Schalke/69/10)

Valon Behrami (1985/Napoli/42/2)

Josip Drmic (1992/Nürnberg/2/0)

Blerim Dzemaili (1986/Napoli/26/0)

Mario Gavranovic (1989/Zürich/8/4)

Gökhan Inler (1984/Napoli/66/6)

Pirmin Schwegler (1987/Frankfurt/13/0)

Haris Seferovic (1992/San Sebastian/4/1)

Xherdan Shaqiri (1991/Bayern München/27/7)

Valentin Stocker (1989/Basel/18/3)

Granit Xhaka (1992/Mönchengladbach/18/3)

Steven Zuber (1991/CSKA Moskva/0/0)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×