Lífið

Borðaði grænmeti á meðan fjölskyldan fékk sér pítsu

Leikkonan Gwyneth Paltrow fór út að borða með eiginmanni sínum Chris Martin og börnunum þeirra tveim, Apple og Moses, á veitingastaðnum Serafina East Hampton í New York í vikunni.

Fjölskyldan pantaði kolvetnaríkan mat en Gwyneth snerti ekki á honum.

Fjölskyldan verslar í matinn.
“Gwyneth snerti ekki kolvetnin. Hún borðaði bara gufusoðið grænmeti. Allir aðrir við borðið fengu sér pítsu og pasta á meðan hún borðaði grænmeti og drakk sódavatn,” segir gestur á veitingastaðnum. Hann bætir við að fjölskyldan hafa prófað alls kyns eftirrétti eftir matinn en að Gwyneth hafi ekki heldur snert á þeim.

Gwyneth er þekkt fyrir að borða hollan mat og hreyfa sig mikið.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.