Þýska blaðið Bild greinir frá því í dag að Real Madrid ætli að setja þýska landsliðsmanninn Mesut Özil á sölulista. Kaupverðið er sagt vera 38 milljónir punda.
Í frétt blaðsins kemur einnig fram að Man. Utd hafi mikinn áhuga á Özil og ætli sér að stökkva í slaginn ef Özil verður falur.
Það er nóg af mannskap hjá Real Madrid og staða Özil styrkist ekki ef af verður að Gareth Bale komi til liðsins.
Aðrir sem vilja spila í sóknarlínu liðsins eru Ronaldo, Isco og Luka Modric.
Man. Utd orðað við Özil

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti



Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
