Innlent

400 lítrar af díselolíu á hverja áramótabrennu

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Á fjórða tug áramótabrenna hafa verið skipulagðar um land allt á gamlárskvöld, flestar brennur eru haldnar á höfuðborgarsvæðinu.

Stæstu brennurnar eru í Holtahverfi, Gufunesi, Geirsnefi, Valhúsahæð og við Ægissíðu.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kemur að undirbúningi áramótabrenna á svæðinu. Þeir annast skoðun á öllum stöðunum og halda fundi með forsvarsmönnum og veðurstofunni. Þá halda þeir utan um skrá yfir staðina og viðbragðsáætlun ef eitthvað kemur upp.

Samkvæmt reglugerð um meðferð áramótabrenna kemur fram að á hverja stóra brennu, líkt og þær sem haldnar eru á höfuðborgarsvæðinu fari um 400 lítrar af díselolíu.

Það þýðir að bara á þeim 10 brennum sem loga í Reykjavík í nótt brenna upp 4000 lítrar af olíunni.

Einn líter af díselolíu kostar að meðaltali 242 krónur. Heildarverð áramótabrenna í Reykjavík ætti því að vera í kringum 9.680.000.

Góð skemmtun er þó aldrei of dýru verði keypt og auk bálkastarins er víða boðið upp á flugeldasýningar og fjöldasöng.

Slökkvilið vill beina þeim tilmælum til almennings að skilja skoteldana eftir heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×