Innlent

Slökkviliðið sinnti fjölda útkalla

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Eldur kom upp á nokkrum stöðum á landinu í nótt. Í gærkvöld var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í tvígang kallað út til þess að slökkva eld í ruslagámum í vesturbænum. Talið er að kveikt hafi verið í gámunum.

Þá kviknaði eldur í íbúðarhúsnæði á Akureyri laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Þar hafði kviknað í plastumbúðum sem lágu upp við eldavélarhellu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og litlar skemmdir urðu á innanstokksmunum. Húsráðanda sakaði ekki en var hann þó fluttur á sjúkradeild í reglubundna skoðun.

Einnig kviknaði eldur út frá kertaskreytingu í íbúð í fjölbýlishúsi við Stóra Krika í Mosfellsbæ í nótt og þykir mikil mildi að ekki fór verr. Húsráðandi, kona í fasta svefni, varð eldsins ekki vör. En það var fyrir snarræði nágranna og eiginmanns hennar að tókst að ráða að niðurlögum eldsins áður en í óefni fór. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×