Hljóðlát bylting í sjávarútvegi Svavar Hávarðsson skrifar 30. desember 2013 07:00 Um árabil óx sjófrystingu fiskur um hrygg sem einnar arðbærustu nýtingar sjávarfangs. Blikur eru á lofti um að því tímabili íslensks sjávarútvegs sé að ljúka og landvinnslan muni eiga sviðið þegar til framtíðar er litið. fréttablaðið/stefán Áherslubreyting innan stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna hvað varðar uppbyggingu á vinnslu sjávarafurða fer ekki framhjá neinum. Landvinnsla, með áherslu á fullnýtingu afurða, vinnur á en frysting á hafi úti gefur eftir að sama skapi. Margt bendir til að hægt og bítandi sé að verða hljóðlát bylting í því hvernig forsvarsmenn ætla sér að nýta hráefnið sem aflað er.Langtímahugsun er lykilorðiðSjávarútvegsfyrirtækið FISK-Seafood á Sauðárkróki tilkynnti á föstudag að frystiskipið Örvar SK-2 yrði selt úr landi. Stefna FISK er að draga úr vægi frystingar og vinnslu á sjó, en efla í staðinn landvinnslu sem býður upp á fjölbreyttari framleiðslu og betri nýtingu hráefnis. Undirbúningur að þessari breytingu er þegar hafinn, til dæmis með byggingu fullkominnar þurrkverksmiðju á Sauðárkróki. Þegar eru í gangi rannsóknir og þróun innan FISK-Seafood til að hámarka nýtingu hráefnis sem að landi berst, meðal annars með aukinni verðmætasköpun úr hliðarhráefni. Dótturfyrirtæki FISK, Iceprotein, hefur að undanförnu bætt við sig starfskröftum í þessu skyni – doktor í næringarfræði, efnaverkfræðingi og verðandi líftæknifræðingi. Þetta undirstrikar að greinin er þekkingariðnaður fyrst og síðast, þó ímynd sjávarútvegsins meðal almennings endurspegli það sjaldnast. FISK boðar að þessi stefnu- og áherslubreyting í rekstri fyrirtækisins kalli á miklar fjárfestingar og endurnýjun framleiðslutækja á sjó og landi. Þessi áhersla á rannsóknir og þróun í fyrirtækinu útheimti þolinmæði og langtímahugsun, og mikið fjármagn til tækjakaupa og til að mennta starfsfólk.Ekkert einsdæmiÁherslubreyting FISK-Seafood er ekkert einsdæmi. Fleiri fyrirtæki hafa selt frystiskip sín og er eitt nærtækt dæmi HB Grandi sem fækkar frystiskipum og breytir í ísfisktogara til að vinna afurðir í landi. Fyrr á þessu ári var frystiskipinu Helgu Maríu AK til dæmis siglt til Póllands og breytt, eftir 25 ára þjónustu í sjófrystingu. Meðal breytinga var kælirými fyrir lifur og aðrar aukaafurðir. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, en fyrirtækið stendur ásamt öðrum á bak við fullvinnslufyrirtækið Codland, segir að aðalástæðan fyrir því að þessi þróun er öflugri hér en annars staðar sé að á Íslandi er samtenging veiða og vinnslu frekar regla en undantekning. „Fyrirtækin hafa á sinni hendi fullt vald yfir virðiskeðjunni allri og eru nú að sjá möguleikana í fullvinnslu alls þess prótíns sem þau draga úr sjó. Í öðru lagi hefur skipulag veiða hér getið af sér mjög öflug iðn- og tæknifyrirtæki sem stanslaust eru að leita aukinnar hagræðingar á sjó og í landi til að selja sjávarútveginum. Það hefur síðan leitt af sér tilfærslu starfa úr hefðbundnum störfum við veiðar og vinnslu yfir í tækni- og þróunarstörf sem nú eru að skila sér af fullum þunga inn í virðisaukningu sjávarfangsins,“ segir Pétur. Pétur bætir við að fyrir hvert eitt starf sem fækkað hefur um í veiðum og vinnslu hafi orðið til tvö í iðn- og tæknigeiranum með sambærilegum vexti í útflutningi á tæknivörum. Þriðja atriðið sem telji við að auka landvinnslu er mjög hátt launahlutfall á sjó á Íslandi sem gerir samkeppnisstöðu annarra þjóða sterkari í allri sjóvinnslu á meðan Íslendingar hafa yfirburði í landvinnslunni. „Ég spái mjög öflugum viðsnúningi í þessum efnum, bæði í aukinni landvinnslu og ekki síður í bættri og verðmætari vinnslu úr öllum fiskprótínum sem ekki hafa verið unnin eða nýtt að fullu. Að þessu sögðu er ljóst að forskot okkar í landvinnslunni er margfalt meira virði en forskot samkeppnisþjóða í sjóvinnslunni,“ segir Pétur.Hagkvæmni er meginstefiðHaukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, segir engum blöðum um það að fletta að landvinnsla sé að aukast mjög á kostnað sjófrystingar, sem jókst mikið á árunum fyrir hrun. Meginstefið í þeirri þróun sé hagkvæmni. „Ég get ekki sagt annað en að þetta sé mjög jákvæð þróun. Landvinnsla felur í sér betri nýtingu og fleiri afleidd störf, störf sem ný kynslóð getur sinnt.“ Haukur nefnir nokkur atriði sem stjórna ferðinni. „Eftir því sem krónan er veikari þá verður landvinnslan hagkvæmari samanborið við sjófrystingu. Innflutt aðföng eins og olía hækka í verði en innlend aðföng lækka í verði hlutfallslega. Nú búum við við gjaldeyrishöft sem ekki sér fyrir endann á svo kannski treysta útgerðirnar á að krónan muni ekki styrkjast í bráð.“ Haukur bendir á að aflaheimildir hafi aukist gríðarlega erlendis, sérstaklega í Barentshafi þar sem Rússar og Norðmenn veiði nú yfir milljón tonn af þorski. „Þetta eykur framboð sjófrysts þorsks sem setur neikvæðan þrýsting á verð. Menn fá nú almennt hærra verð fyrir landunnar afurðir og eiga einmitt kost á að nýta aukahráefnið sem verður sífellt verðmætara. Við getum nefnt einfalda afurð eins og þurrkaða hausa. Hausum er nánast öllum hent á frystitogurum en þurrkaðir hausar skapa Íslandi útflutningstekjur upp á átta milljarða á ári. Við hjá Sjávarklasanum trúum því að tæknilega sé hægt að nýta 100% þorsksins á arðbæran hátt.“ Haukur segir að allir þessir þættir, ekki síst neikvæður þrýstingur á verð, neyði menn til þess að leita leiða til að halda kostnaði niðri. „Olíuverð er hátt. Vinnuafl á sjó er margfalt dýrara en vinnuafl í landi, og fleira. Þessar fjárfestingar útgerða í landvinnslu á kostnað sjóvinnslu sýna að menn telja að til lengri tíma litið réttlæti verð sjófrystra afurða ekki kostnaðinn sem fylgir sjófrystingu,“ segir Haukur. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Áherslubreyting innan stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna hvað varðar uppbyggingu á vinnslu sjávarafurða fer ekki framhjá neinum. Landvinnsla, með áherslu á fullnýtingu afurða, vinnur á en frysting á hafi úti gefur eftir að sama skapi. Margt bendir til að hægt og bítandi sé að verða hljóðlát bylting í því hvernig forsvarsmenn ætla sér að nýta hráefnið sem aflað er.Langtímahugsun er lykilorðiðSjávarútvegsfyrirtækið FISK-Seafood á Sauðárkróki tilkynnti á föstudag að frystiskipið Örvar SK-2 yrði selt úr landi. Stefna FISK er að draga úr vægi frystingar og vinnslu á sjó, en efla í staðinn landvinnslu sem býður upp á fjölbreyttari framleiðslu og betri nýtingu hráefnis. Undirbúningur að þessari breytingu er þegar hafinn, til dæmis með byggingu fullkominnar þurrkverksmiðju á Sauðárkróki. Þegar eru í gangi rannsóknir og þróun innan FISK-Seafood til að hámarka nýtingu hráefnis sem að landi berst, meðal annars með aukinni verðmætasköpun úr hliðarhráefni. Dótturfyrirtæki FISK, Iceprotein, hefur að undanförnu bætt við sig starfskröftum í þessu skyni – doktor í næringarfræði, efnaverkfræðingi og verðandi líftæknifræðingi. Þetta undirstrikar að greinin er þekkingariðnaður fyrst og síðast, þó ímynd sjávarútvegsins meðal almennings endurspegli það sjaldnast. FISK boðar að þessi stefnu- og áherslubreyting í rekstri fyrirtækisins kalli á miklar fjárfestingar og endurnýjun framleiðslutækja á sjó og landi. Þessi áhersla á rannsóknir og þróun í fyrirtækinu útheimti þolinmæði og langtímahugsun, og mikið fjármagn til tækjakaupa og til að mennta starfsfólk.Ekkert einsdæmiÁherslubreyting FISK-Seafood er ekkert einsdæmi. Fleiri fyrirtæki hafa selt frystiskip sín og er eitt nærtækt dæmi HB Grandi sem fækkar frystiskipum og breytir í ísfisktogara til að vinna afurðir í landi. Fyrr á þessu ári var frystiskipinu Helgu Maríu AK til dæmis siglt til Póllands og breytt, eftir 25 ára þjónustu í sjófrystingu. Meðal breytinga var kælirými fyrir lifur og aðrar aukaafurðir. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, en fyrirtækið stendur ásamt öðrum á bak við fullvinnslufyrirtækið Codland, segir að aðalástæðan fyrir því að þessi þróun er öflugri hér en annars staðar sé að á Íslandi er samtenging veiða og vinnslu frekar regla en undantekning. „Fyrirtækin hafa á sinni hendi fullt vald yfir virðiskeðjunni allri og eru nú að sjá möguleikana í fullvinnslu alls þess prótíns sem þau draga úr sjó. Í öðru lagi hefur skipulag veiða hér getið af sér mjög öflug iðn- og tæknifyrirtæki sem stanslaust eru að leita aukinnar hagræðingar á sjó og í landi til að selja sjávarútveginum. Það hefur síðan leitt af sér tilfærslu starfa úr hefðbundnum störfum við veiðar og vinnslu yfir í tækni- og þróunarstörf sem nú eru að skila sér af fullum þunga inn í virðisaukningu sjávarfangsins,“ segir Pétur. Pétur bætir við að fyrir hvert eitt starf sem fækkað hefur um í veiðum og vinnslu hafi orðið til tvö í iðn- og tæknigeiranum með sambærilegum vexti í útflutningi á tæknivörum. Þriðja atriðið sem telji við að auka landvinnslu er mjög hátt launahlutfall á sjó á Íslandi sem gerir samkeppnisstöðu annarra þjóða sterkari í allri sjóvinnslu á meðan Íslendingar hafa yfirburði í landvinnslunni. „Ég spái mjög öflugum viðsnúningi í þessum efnum, bæði í aukinni landvinnslu og ekki síður í bættri og verðmætari vinnslu úr öllum fiskprótínum sem ekki hafa verið unnin eða nýtt að fullu. Að þessu sögðu er ljóst að forskot okkar í landvinnslunni er margfalt meira virði en forskot samkeppnisþjóða í sjóvinnslunni,“ segir Pétur.Hagkvæmni er meginstefiðHaukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, segir engum blöðum um það að fletta að landvinnsla sé að aukast mjög á kostnað sjófrystingar, sem jókst mikið á árunum fyrir hrun. Meginstefið í þeirri þróun sé hagkvæmni. „Ég get ekki sagt annað en að þetta sé mjög jákvæð þróun. Landvinnsla felur í sér betri nýtingu og fleiri afleidd störf, störf sem ný kynslóð getur sinnt.“ Haukur nefnir nokkur atriði sem stjórna ferðinni. „Eftir því sem krónan er veikari þá verður landvinnslan hagkvæmari samanborið við sjófrystingu. Innflutt aðföng eins og olía hækka í verði en innlend aðföng lækka í verði hlutfallslega. Nú búum við við gjaldeyrishöft sem ekki sér fyrir endann á svo kannski treysta útgerðirnar á að krónan muni ekki styrkjast í bráð.“ Haukur bendir á að aflaheimildir hafi aukist gríðarlega erlendis, sérstaklega í Barentshafi þar sem Rússar og Norðmenn veiði nú yfir milljón tonn af þorski. „Þetta eykur framboð sjófrysts þorsks sem setur neikvæðan þrýsting á verð. Menn fá nú almennt hærra verð fyrir landunnar afurðir og eiga einmitt kost á að nýta aukahráefnið sem verður sífellt verðmætara. Við getum nefnt einfalda afurð eins og þurrkaða hausa. Hausum er nánast öllum hent á frystitogurum en þurrkaðir hausar skapa Íslandi útflutningstekjur upp á átta milljarða á ári. Við hjá Sjávarklasanum trúum því að tæknilega sé hægt að nýta 100% þorsksins á arðbæran hátt.“ Haukur segir að allir þessir þættir, ekki síst neikvæður þrýstingur á verð, neyði menn til þess að leita leiða til að halda kostnaði niðri. „Olíuverð er hátt. Vinnuafl á sjó er margfalt dýrara en vinnuafl í landi, og fleira. Þessar fjárfestingar útgerða í landvinnslu á kostnað sjóvinnslu sýna að menn telja að til lengri tíma litið réttlæti verð sjófrystra afurða ekki kostnaðinn sem fylgir sjófrystingu,“ segir Haukur.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira