Erlent

Úrúgvæ lögleiðir marijúana

Úrúgvæ verður fyrsta landið í heimi til að lögleiða framleiðslu, sölu og neyslu á cannabis.
Úrúgvæ verður fyrsta landið í heimi til að lögleiða framleiðslu, sölu og neyslu á cannabis. Mynd/EPA
Suður-Ameríku landið Úrúgvæ varð í morgun fyrsta ríkið til að lögleiða framleiðslu, sölu og neyslu á fíkniefninu marijúana. Þetta var samþykkt í öldungadeild þingsins í morgun en áður hafði frumvarpið verið samþykkt í ríkisstjórninni og af neðri deild þingsins.

Samkvæmt nýju lögunum er öllum landsmönnum sem náð hafa átján ára aldri heimilt að kaupa allt að fjörutíu grömmum af marijúana í hverjum mánuði en búist er að lögin taki gildi í apríl á næsta ári.

Ríkisstjórnin vonast til þess að breytingin verði til að draga tennurnar úr eiturlyfjahringjum í landinu en gagnrýnendur segja breytinguna auka líkurnar á því að fleira fólk ánetjist efninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×