Dominiqua og Ólafur Garðar fimleikafólk ársins 13. desember 2013 17:50 Dominique og Ólafur Garðar. Mynd/FSÍ Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið Dominiqua Ölmu Belanyi, úr Gróttu sem fimleikakonu ársins 2013 og Ólaf Garðar Gunnarsson úr Gerplu, sem fimleikamann ársins. Á árinu 2013 skaraði Dominiqua Alma fram úr í keppni á alþjóðlegum mótum með íslenska landsliðinu og Gróttu, náði bestum árangri keppenda í fjölþraut og vann til margra verðlauna sem er frábær frammistaða í áhaldafimleikum. Á Smáþjóðaleikum í Luxemburg vann hún til fimm verðlauna, hún sigraði keppni í fjölþraut með 48.800 stigum, sigraði með íslenska landsliðinu í liðakeppni, úrslitakeppni á einstökum áhöldum var hún í 1. sæti á tvíslá, 1. sæti á gólfi og í 3. sæti á jafnvægisslá. Alls fjögur gullverðlaun og ein bronsverðlaun sem töldu vel í keppni þjóðanna um heildarfjölda verðlauna hverrar þjóða á leikunum. Á Evrópumótinu í Moskvu varð hún í 35. sæti í fjölþraut með 48.565 stig með bestan árangur íslenskra keppenda á mótinu. Þetta er einn besti árangur íslenskrar konu á Evrópumóti. Hún keppti með liði Gróttu á alþjóðlegu móti í Hollandi, Fame Svod Open, þar sem hún sigraði keppni í fjölþraut og sigraði í úrslitum á stökki, tvíslá og gólfi og varð í öðru sæti á jafnvægisslá. Ólafur kom sterkur til baka úr hásinameiðslum undir lok árs 2012 og sigraði fjölþraut á Íslandsmótinu 2013, hann varð einnig Íslandsmeistari á hringjum, stökki og svifrá. Ólafur var í sigurliði Gerplu á bikarmóti FSÍ. Ólafur fór með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg og stóð sig mjög vel, þar sem liðið vann til bronsverðlauna. Auk þess lenti Ólafur í 4.sæti í fjölþraut ásamt því að vera í úrslit á öllum áhöldum nema stökki, Ólafur vann svo til bronsverðlauna á bogahesti. Hann keppti á Evrópumótinu í Rússlandi, lenti í 46.sæti í fjölþraut og á Heimsmeistaramótinu í Antwerpen þar sem hann lenti í 56. Sæti, sem telst mjög góður árangur á svona sterkum móti.Dominiqua Alma Belanyi – samantekt á árangri Gull í fjölþraut á Smáþjóðaleikum Gull á tvíslá á Smáþjóðaleikum Gull á gólfi á Smáþjóðaleikum Gull í liðakeppni kvenna á Smáþjóðaleikum Gull í fjölþraut á Fame Svod Open, Hollandi Gull í stökki á Fame Svod Open, Hollandi Gull á tvíslá á Fame Svod Open, Hollandi Gull á gólfi á Fame Svod Open, Hollandi 35.sæti í fjölþraut á EM 28.sæti á jafnvægisslá á EM 1.sæti í fjölþraut á Mílanómeistaramótinu Íslandsmeistari á tvíslá 2.sæti í fjölþraut á ÍslandsmeistaramótiÓlafur Garðar Gunnarsson – samantekt á árangri Brons á bogahesti á Smáþjóðaleikum Brons í liðakeppni karla á Smáþjóðaleikum 46.sæti í fjölþraut á EM 56.sæti í fjölþraut á HM Íslandsmeistari í fjölþraut Íslandsmeistari í hringjum Íslandsmeistari á stökki Íslandsmeistari á svifrá Bikarmeistari í áhaldafimleikum, með liði GerpluAfrek ársins Stjórn fimleikasambandsins hefur valið afrek Dominique Ölmu Belanyi á Evrópumótinu í Moskvu, sem afrek ársins, þar sem Dominique endaði í 35.sæti í fjölþraut kvenna, sem er besti árangur íslenskra kvenna á Evrópumóti.Fimleikalið ársins Stjórn Fimleikasambandsins hefur kosið meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum sem lið ársins 2013. Gerpla varð norðurlandameistari í hópfimleikum nú í nóvember og var það í fyrsta skiptið í 20 ár sem kvennaliði tekst að verja norðurlandatitil. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið Dominiqua Ölmu Belanyi, úr Gróttu sem fimleikakonu ársins 2013 og Ólaf Garðar Gunnarsson úr Gerplu, sem fimleikamann ársins. Á árinu 2013 skaraði Dominiqua Alma fram úr í keppni á alþjóðlegum mótum með íslenska landsliðinu og Gróttu, náði bestum árangri keppenda í fjölþraut og vann til margra verðlauna sem er frábær frammistaða í áhaldafimleikum. Á Smáþjóðaleikum í Luxemburg vann hún til fimm verðlauna, hún sigraði keppni í fjölþraut með 48.800 stigum, sigraði með íslenska landsliðinu í liðakeppni, úrslitakeppni á einstökum áhöldum var hún í 1. sæti á tvíslá, 1. sæti á gólfi og í 3. sæti á jafnvægisslá. Alls fjögur gullverðlaun og ein bronsverðlaun sem töldu vel í keppni þjóðanna um heildarfjölda verðlauna hverrar þjóða á leikunum. Á Evrópumótinu í Moskvu varð hún í 35. sæti í fjölþraut með 48.565 stig með bestan árangur íslenskra keppenda á mótinu. Þetta er einn besti árangur íslenskrar konu á Evrópumóti. Hún keppti með liði Gróttu á alþjóðlegu móti í Hollandi, Fame Svod Open, þar sem hún sigraði keppni í fjölþraut og sigraði í úrslitum á stökki, tvíslá og gólfi og varð í öðru sæti á jafnvægisslá. Ólafur kom sterkur til baka úr hásinameiðslum undir lok árs 2012 og sigraði fjölþraut á Íslandsmótinu 2013, hann varð einnig Íslandsmeistari á hringjum, stökki og svifrá. Ólafur var í sigurliði Gerplu á bikarmóti FSÍ. Ólafur fór með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg og stóð sig mjög vel, þar sem liðið vann til bronsverðlauna. Auk þess lenti Ólafur í 4.sæti í fjölþraut ásamt því að vera í úrslit á öllum áhöldum nema stökki, Ólafur vann svo til bronsverðlauna á bogahesti. Hann keppti á Evrópumótinu í Rússlandi, lenti í 46.sæti í fjölþraut og á Heimsmeistaramótinu í Antwerpen þar sem hann lenti í 56. Sæti, sem telst mjög góður árangur á svona sterkum móti.Dominiqua Alma Belanyi – samantekt á árangri Gull í fjölþraut á Smáþjóðaleikum Gull á tvíslá á Smáþjóðaleikum Gull á gólfi á Smáþjóðaleikum Gull í liðakeppni kvenna á Smáþjóðaleikum Gull í fjölþraut á Fame Svod Open, Hollandi Gull í stökki á Fame Svod Open, Hollandi Gull á tvíslá á Fame Svod Open, Hollandi Gull á gólfi á Fame Svod Open, Hollandi 35.sæti í fjölþraut á EM 28.sæti á jafnvægisslá á EM 1.sæti í fjölþraut á Mílanómeistaramótinu Íslandsmeistari á tvíslá 2.sæti í fjölþraut á ÍslandsmeistaramótiÓlafur Garðar Gunnarsson – samantekt á árangri Brons á bogahesti á Smáþjóðaleikum Brons í liðakeppni karla á Smáþjóðaleikum 46.sæti í fjölþraut á EM 56.sæti í fjölþraut á HM Íslandsmeistari í fjölþraut Íslandsmeistari í hringjum Íslandsmeistari á stökki Íslandsmeistari á svifrá Bikarmeistari í áhaldafimleikum, með liði GerpluAfrek ársins Stjórn fimleikasambandsins hefur valið afrek Dominique Ölmu Belanyi á Evrópumótinu í Moskvu, sem afrek ársins, þar sem Dominique endaði í 35.sæti í fjölþraut kvenna, sem er besti árangur íslenskra kvenna á Evrópumóti.Fimleikalið ársins Stjórn Fimleikasambandsins hefur kosið meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum sem lið ársins 2013. Gerpla varð norðurlandameistari í hópfimleikum nú í nóvember og var það í fyrsta skiptið í 20 ár sem kvennaliði tekst að verja norðurlandatitil.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Sjá meira