Dominiqua og Ólafur Garðar fimleikafólk ársins 13. desember 2013 17:50 Dominique og Ólafur Garðar. Mynd/FSÍ Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið Dominiqua Ölmu Belanyi, úr Gróttu sem fimleikakonu ársins 2013 og Ólaf Garðar Gunnarsson úr Gerplu, sem fimleikamann ársins. Á árinu 2013 skaraði Dominiqua Alma fram úr í keppni á alþjóðlegum mótum með íslenska landsliðinu og Gróttu, náði bestum árangri keppenda í fjölþraut og vann til margra verðlauna sem er frábær frammistaða í áhaldafimleikum. Á Smáþjóðaleikum í Luxemburg vann hún til fimm verðlauna, hún sigraði keppni í fjölþraut með 48.800 stigum, sigraði með íslenska landsliðinu í liðakeppni, úrslitakeppni á einstökum áhöldum var hún í 1. sæti á tvíslá, 1. sæti á gólfi og í 3. sæti á jafnvægisslá. Alls fjögur gullverðlaun og ein bronsverðlaun sem töldu vel í keppni þjóðanna um heildarfjölda verðlauna hverrar þjóða á leikunum. Á Evrópumótinu í Moskvu varð hún í 35. sæti í fjölþraut með 48.565 stig með bestan árangur íslenskra keppenda á mótinu. Þetta er einn besti árangur íslenskrar konu á Evrópumóti. Hún keppti með liði Gróttu á alþjóðlegu móti í Hollandi, Fame Svod Open, þar sem hún sigraði keppni í fjölþraut og sigraði í úrslitum á stökki, tvíslá og gólfi og varð í öðru sæti á jafnvægisslá. Ólafur kom sterkur til baka úr hásinameiðslum undir lok árs 2012 og sigraði fjölþraut á Íslandsmótinu 2013, hann varð einnig Íslandsmeistari á hringjum, stökki og svifrá. Ólafur var í sigurliði Gerplu á bikarmóti FSÍ. Ólafur fór með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg og stóð sig mjög vel, þar sem liðið vann til bronsverðlauna. Auk þess lenti Ólafur í 4.sæti í fjölþraut ásamt því að vera í úrslit á öllum áhöldum nema stökki, Ólafur vann svo til bronsverðlauna á bogahesti. Hann keppti á Evrópumótinu í Rússlandi, lenti í 46.sæti í fjölþraut og á Heimsmeistaramótinu í Antwerpen þar sem hann lenti í 56. Sæti, sem telst mjög góður árangur á svona sterkum móti.Dominiqua Alma Belanyi – samantekt á árangri Gull í fjölþraut á Smáþjóðaleikum Gull á tvíslá á Smáþjóðaleikum Gull á gólfi á Smáþjóðaleikum Gull í liðakeppni kvenna á Smáþjóðaleikum Gull í fjölþraut á Fame Svod Open, Hollandi Gull í stökki á Fame Svod Open, Hollandi Gull á tvíslá á Fame Svod Open, Hollandi Gull á gólfi á Fame Svod Open, Hollandi 35.sæti í fjölþraut á EM 28.sæti á jafnvægisslá á EM 1.sæti í fjölþraut á Mílanómeistaramótinu Íslandsmeistari á tvíslá 2.sæti í fjölþraut á ÍslandsmeistaramótiÓlafur Garðar Gunnarsson – samantekt á árangri Brons á bogahesti á Smáþjóðaleikum Brons í liðakeppni karla á Smáþjóðaleikum 46.sæti í fjölþraut á EM 56.sæti í fjölþraut á HM Íslandsmeistari í fjölþraut Íslandsmeistari í hringjum Íslandsmeistari á stökki Íslandsmeistari á svifrá Bikarmeistari í áhaldafimleikum, með liði GerpluAfrek ársins Stjórn fimleikasambandsins hefur valið afrek Dominique Ölmu Belanyi á Evrópumótinu í Moskvu, sem afrek ársins, þar sem Dominique endaði í 35.sæti í fjölþraut kvenna, sem er besti árangur íslenskra kvenna á Evrópumóti.Fimleikalið ársins Stjórn Fimleikasambandsins hefur kosið meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum sem lið ársins 2013. Gerpla varð norðurlandameistari í hópfimleikum nú í nóvember og var það í fyrsta skiptið í 20 ár sem kvennaliði tekst að verja norðurlandatitil. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið Dominiqua Ölmu Belanyi, úr Gróttu sem fimleikakonu ársins 2013 og Ólaf Garðar Gunnarsson úr Gerplu, sem fimleikamann ársins. Á árinu 2013 skaraði Dominiqua Alma fram úr í keppni á alþjóðlegum mótum með íslenska landsliðinu og Gróttu, náði bestum árangri keppenda í fjölþraut og vann til margra verðlauna sem er frábær frammistaða í áhaldafimleikum. Á Smáþjóðaleikum í Luxemburg vann hún til fimm verðlauna, hún sigraði keppni í fjölþraut með 48.800 stigum, sigraði með íslenska landsliðinu í liðakeppni, úrslitakeppni á einstökum áhöldum var hún í 1. sæti á tvíslá, 1. sæti á gólfi og í 3. sæti á jafnvægisslá. Alls fjögur gullverðlaun og ein bronsverðlaun sem töldu vel í keppni þjóðanna um heildarfjölda verðlauna hverrar þjóða á leikunum. Á Evrópumótinu í Moskvu varð hún í 35. sæti í fjölþraut með 48.565 stig með bestan árangur íslenskra keppenda á mótinu. Þetta er einn besti árangur íslenskrar konu á Evrópumóti. Hún keppti með liði Gróttu á alþjóðlegu móti í Hollandi, Fame Svod Open, þar sem hún sigraði keppni í fjölþraut og sigraði í úrslitum á stökki, tvíslá og gólfi og varð í öðru sæti á jafnvægisslá. Ólafur kom sterkur til baka úr hásinameiðslum undir lok árs 2012 og sigraði fjölþraut á Íslandsmótinu 2013, hann varð einnig Íslandsmeistari á hringjum, stökki og svifrá. Ólafur var í sigurliði Gerplu á bikarmóti FSÍ. Ólafur fór með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg og stóð sig mjög vel, þar sem liðið vann til bronsverðlauna. Auk þess lenti Ólafur í 4.sæti í fjölþraut ásamt því að vera í úrslit á öllum áhöldum nema stökki, Ólafur vann svo til bronsverðlauna á bogahesti. Hann keppti á Evrópumótinu í Rússlandi, lenti í 46.sæti í fjölþraut og á Heimsmeistaramótinu í Antwerpen þar sem hann lenti í 56. Sæti, sem telst mjög góður árangur á svona sterkum móti.Dominiqua Alma Belanyi – samantekt á árangri Gull í fjölþraut á Smáþjóðaleikum Gull á tvíslá á Smáþjóðaleikum Gull á gólfi á Smáþjóðaleikum Gull í liðakeppni kvenna á Smáþjóðaleikum Gull í fjölþraut á Fame Svod Open, Hollandi Gull í stökki á Fame Svod Open, Hollandi Gull á tvíslá á Fame Svod Open, Hollandi Gull á gólfi á Fame Svod Open, Hollandi 35.sæti í fjölþraut á EM 28.sæti á jafnvægisslá á EM 1.sæti í fjölþraut á Mílanómeistaramótinu Íslandsmeistari á tvíslá 2.sæti í fjölþraut á ÍslandsmeistaramótiÓlafur Garðar Gunnarsson – samantekt á árangri Brons á bogahesti á Smáþjóðaleikum Brons í liðakeppni karla á Smáþjóðaleikum 46.sæti í fjölþraut á EM 56.sæti í fjölþraut á HM Íslandsmeistari í fjölþraut Íslandsmeistari í hringjum Íslandsmeistari á stökki Íslandsmeistari á svifrá Bikarmeistari í áhaldafimleikum, með liði GerpluAfrek ársins Stjórn fimleikasambandsins hefur valið afrek Dominique Ölmu Belanyi á Evrópumótinu í Moskvu, sem afrek ársins, þar sem Dominique endaði í 35.sæti í fjölþraut kvenna, sem er besti árangur íslenskra kvenna á Evrópumóti.Fimleikalið ársins Stjórn Fimleikasambandsins hefur kosið meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum sem lið ársins 2013. Gerpla varð norðurlandameistari í hópfimleikum nú í nóvember og var það í fyrsta skiptið í 20 ár sem kvennaliði tekst að verja norðurlandatitil.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira