Erlent

Bachelet orðin forseti á ný

Mynd/EPA
Frambjóðandi vinstri manna í forsetakosningunum í Chile vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í gær.

Michelle Bachelet er með 62 prósent atkvæða, þegar búið er að telja um 90 prósent atkvæða. Frambjóðandi hægri manna, Evelyn Matthei, fékk aðeins þrjátíu og átta prósent og því er ljóst að ekki þarf að fara í aðra umferð eins og raunin er nái einn frambjóðandi ekki fimmtíu prósentum í þeirri fyrstu.

Þetta er í annað sinn sem Chilebúar kjósa Bachelet sem forseta sinn, en hún gegndi embættinu árið 2006 til 2010. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×