Lífið

Tom Cruise og Brad Pitt saman í mynd

Bjarki Ármannsson skrifar
Þessar fregnir gleðja sjálfsagt fjölmarga kvikmyndaáhugamenn.
Þessar fregnir gleðja sjálfsagt fjölmarga kvikmyndaáhugamenn.
Bandarísku stórleikararnir Tom Cruise og Brad Pitt munu fara með aðalhlutverkin í væntanlegu dramamyndinni Go Like Hell. Þetta kemur fram á vef The Guardian í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem stórstjörnurnar tvær birtast saman á hvíta tjaldinu síðan í Interview with the Vampire árið 1994.

Go Like Hell er byggð á samnefndri bók A.J. Baimes sem fjallar um samkeppni bílarisanna Ford og Ferrari á sjöunda áratugnum. Hún náði hámarki á kappakstrinum í Le Mans árið 1966, þegar bandarískur bíll fór í fyrsta sinn með sigur af hólmi.

Joseph Kosinski mun leikstýra myndinni, en þeir Cruise unnu saman að hasarmyndinni Oblivion sem kom út fyrr á árinu. Mun Cruise leika bílahönnuðinn Carroll Shelby en ekki er ljóst hvaða hlutverk hinn nýfimmtugi Pitt fer með. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.