Innlent

Hafísröndin færist nær landi

Gissur Sigurðsson skrifar

Veðurstofan býst við að hafísröndin norður af landinu færist nær landi á næstu dögum þar sem spáð er fremur hvassri vestan- og suðvestanátt.

Jaðar hafíssins er núna umþaðbil 40 sjómílur norðvestur af Vestfjörðum og hafa þónokkrar tilkynningar borist um ísjaka nær landinu, einkum á Húnaflóa.

Þeir eru flestir svo stórir að þeir koma vel fram í ratsjám og stafar sjófarendum því ekki hætta af þeim, eins og staðan er núna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.