Oddviti Sjálfstæðismanna boðar skattalækkanir í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2013 20:30 Nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík vill fækka starfsmönnum borgarinnar með því að ráða ekki í nýjar stöður á vissum sviðum og segir svigrúm geta skapast til skattalækkunar í Reykjavík. Oddviti Samfylkingarinnar segir þetta fráleita leið. Halldór Halldórsson nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að borgin geti nýtt sér stærðarhagkvæmni og starfsmannaveltu til að fækka starfsfólki og þar með lækkað álögur á borgarbúa. Formaður borgarraðs segir útsvar og fasteignagjöld hafa verið í hámarki þegar Halldór hætti sem bæjarstjóri á Ísafirði. „Þannig að mér finnst það ekki alveg trúverðugt að koma hér einhvern veginn á hvítum hesti og segja við starfsfólk borgarinnar sem búið er að skera niður ár eftir ár, búið að sýna mikið aðhald og standa með okkur og segja þá: Nú er einfalt að fara í skattalækkanir,“ segir Dagur. Halldór segir þetta ekki sanngjarnan samanburð þar sem fasteignaverð sé mun lægra fyrri vestan og bærinn misst frá sér fólk á undanförnum árum. „Ef það tekst jafnvel til hjá borginni og landsmeðaltalið sýnir fram á á þessu kjörtímabili, ætti að skapast möguleiki á að lækka útsvarið,“ segir Halldór og þá strax á næsta kjörtímabili. „Þetta stóra sveitarfélag ætti að geta gert það,“ bætir hann við. Dagur mælist með mest fylgi í embætti borgarstjóra í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið í dag, með 33 prósent, en Halldór 11,7 prósent. En hafa þeir þá stjörnueiginleika sem Jón Gnarr hefur svo mikið af og virðist þurfa til að ná hylli kjósenda? „Ég fékk nú að spreyta mig í 100 daga. Ég held að það hlutfall Reykvíkinga sem var ánægt með það hafi tvöfaldast á þeim stutta tíma og verið komið vel yfir 50 prósent. Þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. „Ég tel að þeir sem bjóða sig fram og verða oddvitar sinna lista séu í rauninni þar með búnir að sanna að þeir hafa ákveðna eiginleika sem eiga að nýtast vel í þessu starfi. Ég var fleiri en 100 daga í starfi framkvæmdastjóra sveitarfélags, ég var í 12 ár þannig að ég hef reynslu,“ segir Halldór.Horfa má á viðtalið við Halldór og Dag í heild sinni í þættinum Pólitíkin á Vísi. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík vill fækka starfsmönnum borgarinnar með því að ráða ekki í nýjar stöður á vissum sviðum og segir svigrúm geta skapast til skattalækkunar í Reykjavík. Oddviti Samfylkingarinnar segir þetta fráleita leið. Halldór Halldórsson nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að borgin geti nýtt sér stærðarhagkvæmni og starfsmannaveltu til að fækka starfsfólki og þar með lækkað álögur á borgarbúa. Formaður borgarraðs segir útsvar og fasteignagjöld hafa verið í hámarki þegar Halldór hætti sem bæjarstjóri á Ísafirði. „Þannig að mér finnst það ekki alveg trúverðugt að koma hér einhvern veginn á hvítum hesti og segja við starfsfólk borgarinnar sem búið er að skera niður ár eftir ár, búið að sýna mikið aðhald og standa með okkur og segja þá: Nú er einfalt að fara í skattalækkanir,“ segir Dagur. Halldór segir þetta ekki sanngjarnan samanburð þar sem fasteignaverð sé mun lægra fyrri vestan og bærinn misst frá sér fólk á undanförnum árum. „Ef það tekst jafnvel til hjá borginni og landsmeðaltalið sýnir fram á á þessu kjörtímabili, ætti að skapast möguleiki á að lækka útsvarið,“ segir Halldór og þá strax á næsta kjörtímabili. „Þetta stóra sveitarfélag ætti að geta gert það,“ bætir hann við. Dagur mælist með mest fylgi í embætti borgarstjóra í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið í dag, með 33 prósent, en Halldór 11,7 prósent. En hafa þeir þá stjörnueiginleika sem Jón Gnarr hefur svo mikið af og virðist þurfa til að ná hylli kjósenda? „Ég fékk nú að spreyta mig í 100 daga. Ég held að það hlutfall Reykvíkinga sem var ánægt með það hafi tvöfaldast á þeim stutta tíma og verið komið vel yfir 50 prósent. Þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. „Ég tel að þeir sem bjóða sig fram og verða oddvitar sinna lista séu í rauninni þar með búnir að sanna að þeir hafa ákveðna eiginleika sem eiga að nýtast vel í þessu starfi. Ég var fleiri en 100 daga í starfi framkvæmdastjóra sveitarfélags, ég var í 12 ár þannig að ég hef reynslu,“ segir Halldór.Horfa má á viðtalið við Halldór og Dag í heild sinni í þættinum Pólitíkin á Vísi.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira