Fimleikalandsliðið í sprengjuhættu í Belfast Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2013 13:26 Sandra Mattíhasdóttir sést hér lengst til vinstri á hópmyndinni. mynd/samsett Rýma þurfti verslunarmiðstöð í Belfast í gær eftir að sprengjuhótun barst lögreglunni þar í borg. Íslenska landsliðið í áhaldafimleikum var í verslunarmiðstöðinni þegar sprengjuhótunin var tilkynnt til lögreglunnar. Fimleikalandsliðið tók þátt á Norður Evrópumótinu í áhaldafimleikum, sem haldið var í Lisborn Norður Írlandi um helgina. Keppendur stóðu sig vel á mótinu og fóru tólf Íslendingar saman í bíó í gærkvöldi í verslunarmiðstöðinni Victoria Square en hópurinn ætlaði sér að sjá myndina Hunger Games. Lögreglan fékk tilkynningu um að sprengja væri í bíl við verslunarmiðstöðina. Umræddur bíll var staddur beint fyrir utan bílastæðakjallarann við verslunarmiðstöðina Victoria Square í Belfast. Lítil sprenging varð í bílnum sem gjöreyðilagði ökutækið en enginn slasaðist. Myndin hafði verið í sýningu í dágóða stunda þegar allt í einu birtist maður inn í salinn og tilkynnti áhorfendum að það væri verið að rýma verslunarmiðstöðina. „Við vorum bara í sakleysi okkar í bíó og ætluðum að sjá Hunger Games,“ sagði Sandra Mattíhasdóttir, einn af þjálfurum íslenska landsliðsins, í samtal við Vísi í dag þegar liðið var á leiðinni upp í flugvél á leið sinni til Íslands. „Allt í einu í miðri mynd er kveikt á öllum ljósum í salnum og slökkt á myndinni. Við héldum að það væri aldrei gert hlé á myndum í útlöndum og vorum við frekar undrandi. Þá allt í einu kemur maðurinn í salinn og kallar á alla að það sé verið að rýma verslunarmiðstöðina, það hafi borist hryðjuverkahótun. Við tókum þessu ekkert svo alvarlega í fyrstu en þegar við vorum komin út úr húsinu mætir okkur gríðarlegur hávaði. Þá var búið að kveikja á almannavarnarbjöllum um alla borg og allt morandi í lögreglubílum og sjúkrabílum.“ „Fólk var mjög skelkað í kringum okkur og síðan heyrum við fólk byrja öskra í kringum okkur að það sé sprengja á svæðinu. Á þessum tíma vitum við í raun ekkert hvað við eigum að gera og byrjum bara að labba í burtu frá svæðinu. Við fórum strax í næstu leigubíla sem við fundum og fórum frá svæðinu. Við fréttum síðan síðar um kvöldið að hálftíma eftir að við fórum af svæðinu hafi sprengingin átt sér stað og þá var öllum mjög brugðið.“ „Norður-Írarnir voru sérstaklega skelkaðir og þetta var greinilega mjög alvarlegt. Almannavarnarbjöllur hljómuðu um alla borg frekar lengi og rýma þurfti allt fólk í nærliggjandi götum.“ „Við vorum stór hópur saman þarna úti, alls tíu keppendur, fjórir dómarar, þrír þjálfarar og farastjóri. Þetta var samanlagt 18 manna hópur en við vorum tólf saman í þessari bíóferð.“ Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Rýma þurfti verslunarmiðstöð í Belfast í gær eftir að sprengjuhótun barst lögreglunni þar í borg. Íslenska landsliðið í áhaldafimleikum var í verslunarmiðstöðinni þegar sprengjuhótunin var tilkynnt til lögreglunnar. Fimleikalandsliðið tók þátt á Norður Evrópumótinu í áhaldafimleikum, sem haldið var í Lisborn Norður Írlandi um helgina. Keppendur stóðu sig vel á mótinu og fóru tólf Íslendingar saman í bíó í gærkvöldi í verslunarmiðstöðinni Victoria Square en hópurinn ætlaði sér að sjá myndina Hunger Games. Lögreglan fékk tilkynningu um að sprengja væri í bíl við verslunarmiðstöðina. Umræddur bíll var staddur beint fyrir utan bílastæðakjallarann við verslunarmiðstöðina Victoria Square í Belfast. Lítil sprenging varð í bílnum sem gjöreyðilagði ökutækið en enginn slasaðist. Myndin hafði verið í sýningu í dágóða stunda þegar allt í einu birtist maður inn í salinn og tilkynnti áhorfendum að það væri verið að rýma verslunarmiðstöðina. „Við vorum bara í sakleysi okkar í bíó og ætluðum að sjá Hunger Games,“ sagði Sandra Mattíhasdóttir, einn af þjálfurum íslenska landsliðsins, í samtal við Vísi í dag þegar liðið var á leiðinni upp í flugvél á leið sinni til Íslands. „Allt í einu í miðri mynd er kveikt á öllum ljósum í salnum og slökkt á myndinni. Við héldum að það væri aldrei gert hlé á myndum í útlöndum og vorum við frekar undrandi. Þá allt í einu kemur maðurinn í salinn og kallar á alla að það sé verið að rýma verslunarmiðstöðina, það hafi borist hryðjuverkahótun. Við tókum þessu ekkert svo alvarlega í fyrstu en þegar við vorum komin út úr húsinu mætir okkur gríðarlegur hávaði. Þá var búið að kveikja á almannavarnarbjöllum um alla borg og allt morandi í lögreglubílum og sjúkrabílum.“ „Fólk var mjög skelkað í kringum okkur og síðan heyrum við fólk byrja öskra í kringum okkur að það sé sprengja á svæðinu. Á þessum tíma vitum við í raun ekkert hvað við eigum að gera og byrjum bara að labba í burtu frá svæðinu. Við fórum strax í næstu leigubíla sem við fundum og fórum frá svæðinu. Við fréttum síðan síðar um kvöldið að hálftíma eftir að við fórum af svæðinu hafi sprengingin átt sér stað og þá var öllum mjög brugðið.“ „Norður-Írarnir voru sérstaklega skelkaðir og þetta var greinilega mjög alvarlegt. Almannavarnarbjöllur hljómuðu um alla borg frekar lengi og rýma þurfti allt fólk í nærliggjandi götum.“ „Við vorum stór hópur saman þarna úti, alls tíu keppendur, fjórir dómarar, þrír þjálfarar og farastjóri. Þetta var samanlagt 18 manna hópur en við vorum tólf saman í þessari bíóferð.“
Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“