Sex milljarða skattafsláttur skilar sér ekki til neytenda Hjörtur Hjartarson skrifar 25. nóvember 2013 19:00 Ríflega sex milljarða skattafsláttur ríkisins vegna vistvæns eldsneytis mun ekki skila sér í lægra bensínverði í nánustu framtíð. Þvert á móti gæti eldsneytisverð hækkað. Milljarðarnir sex munu að stærstum hluta fara úr landi til erlendra birgja. Um áramót taka gildi ný eldsneytislög sem kveða á um að söluaðilar eldsneytis ber að tryggja að minnsta kosti þrjú og hálft prósent orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna. Um þar næstu áramót hækkar þessi tala upp í 5 prósent. Lögin eru samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandsins en þar er ætlast að 10 prósenta markinu verði náð 2020. Í raun hefði Ísland því ekki þurft að gera neitt í þessum efnum fyrr en eftir sex ár. Ríkið fellur niður olíugjald á endurnýjanlegu eldsneyti og verður af þeim sökum af um 800 milljónum króna á næsta ári og 1100 milljónum króna á hverju ári eftir það. Það mun hinsvegar ekki skila sér til neytenda í formi lægra eldsneytisverðs.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu„Nei, við gerum ekki ráð fyrir því að eldsneytisverð muni lækka þar sem að þessi orkugjafar sem þarf að flytja inn, þetta lífræna eldsneyti, það er mun dýrara en það eldsneyti sem við erum að selja í dag,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Undir orð Guðrúnar tekur Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Olíuverslun Íslands.„Nei, að svo komnu sé ég það nú ekki.“En ef að olíufyrirtækin sjá ekki hagnaðinn af 800 milljón króna afslætti og ekki heldur neytendur, hvert fara þá þessi peningar?„Til þeirra erlendu birgja sem munu selja okkur lífdísel olíu annarsvegar og ethanól hinsvegar,“ segir Guðrún Ragna.Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá OlísEitt af meginmarkmiðum laganna er að draga úr kaupum olíufélaganna á eldsneyti erlendis frá og um leið auka innlenda framleiðslu á þessu sviði. Hvorugt virðist hinsvegar ætla að ganga eftir.„Því miður er staðan bara sú að innlend framleiðsla komin þangað að við getum nýtt okkur hana og það er töluvert langt í hana.“ Heildarmarkmið ESB er að hlutfall endurnýtanlegrar orku verði komin í 20 prósent eftir sjö ár. Hérlendis er þetta hlutfall nú þegar um 75 prósent. Íslendingar verða því seint sakaðir um að leggja ekki sitt af mörkum til umhverfismála. Ekki má heldur gleyma að framleiðsla á eldsneyti á ræktarlandi hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að leiða til hækkandi matvælaverðs í heiminum og hungursneyðar. Það er því spurning hvort hægt sé að nota þessa sex milljarða króna á annan og árangursríkari hátt til að draga úr losun koltvísýrings. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Ríflega sex milljarða skattafsláttur ríkisins vegna vistvæns eldsneytis mun ekki skila sér í lægra bensínverði í nánustu framtíð. Þvert á móti gæti eldsneytisverð hækkað. Milljarðarnir sex munu að stærstum hluta fara úr landi til erlendra birgja. Um áramót taka gildi ný eldsneytislög sem kveða á um að söluaðilar eldsneytis ber að tryggja að minnsta kosti þrjú og hálft prósent orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna. Um þar næstu áramót hækkar þessi tala upp í 5 prósent. Lögin eru samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandsins en þar er ætlast að 10 prósenta markinu verði náð 2020. Í raun hefði Ísland því ekki þurft að gera neitt í þessum efnum fyrr en eftir sex ár. Ríkið fellur niður olíugjald á endurnýjanlegu eldsneyti og verður af þeim sökum af um 800 milljónum króna á næsta ári og 1100 milljónum króna á hverju ári eftir það. Það mun hinsvegar ekki skila sér til neytenda í formi lægra eldsneytisverðs.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu„Nei, við gerum ekki ráð fyrir því að eldsneytisverð muni lækka þar sem að þessi orkugjafar sem þarf að flytja inn, þetta lífræna eldsneyti, það er mun dýrara en það eldsneyti sem við erum að selja í dag,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Undir orð Guðrúnar tekur Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Olíuverslun Íslands.„Nei, að svo komnu sé ég það nú ekki.“En ef að olíufyrirtækin sjá ekki hagnaðinn af 800 milljón króna afslætti og ekki heldur neytendur, hvert fara þá þessi peningar?„Til þeirra erlendu birgja sem munu selja okkur lífdísel olíu annarsvegar og ethanól hinsvegar,“ segir Guðrún Ragna.Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá OlísEitt af meginmarkmiðum laganna er að draga úr kaupum olíufélaganna á eldsneyti erlendis frá og um leið auka innlenda framleiðslu á þessu sviði. Hvorugt virðist hinsvegar ætla að ganga eftir.„Því miður er staðan bara sú að innlend framleiðsla komin þangað að við getum nýtt okkur hana og það er töluvert langt í hana.“ Heildarmarkmið ESB er að hlutfall endurnýtanlegrar orku verði komin í 20 prósent eftir sjö ár. Hérlendis er þetta hlutfall nú þegar um 75 prósent. Íslendingar verða því seint sakaðir um að leggja ekki sitt af mörkum til umhverfismála. Ekki má heldur gleyma að framleiðsla á eldsneyti á ræktarlandi hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að leiða til hækkandi matvælaverðs í heiminum og hungursneyðar. Það er því spurning hvort hægt sé að nota þessa sex milljarða króna á annan og árangursríkari hátt til að draga úr losun koltvísýrings.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira