Innlent

Innyflum og hausum hent í fjöruna við Skarðsvík

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Stefán
Tveimur hrosshræum hefur verið hent í fjöruna við Skarðsvík á Snæfellsnesi. Frá þessu er sagt á vef Skessuhorns fyrr í dag.

Vegfarandi sem var ó göngu við Skarðsvík kom auga á óhugnaðinn. Hræunum hefur verið hent fram af gömlum ruslahaugum á Hellissandi og ofan í fjöru. „Þetta var ógeðsleg aðkoma," sagið vegfarandinn við Skessuhorn. Hrossunum hefur verið slátrað fyrir skömmu.

Innyfli, hausar og fætur liggja nú í fjörunni og hægt er að sjá mynd af úrgangingum á vef Skessuhorns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×