Innlent

Mun meiri halli á ríkissjóði en gert var ráð fyrir í upphafi

Mun meiri halli verður á rekstri ríkissjóðs en gert var ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta kemur fram í endurskoðaðri áætlun um afkomu árið 2013 sem greint er frá í frumvarpi til fjáraukalaga sem dreift var á Alþingi í nótt.

Í fjárlögum ársins 2013 var áætlað að 3,7 milljarða króna halli yrði á rekstri ríkissjóðs á árinu á rekstrargrunni en sú áætlun hefur nú verið endurskoðuð í ljósi nýrra upplýsinga um þróun tekjustofna og útgjalda helstu málaflokka frá þeim tíma. Minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir ræður þarna mestu.

Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er nú gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði 555,6 milljarðar og heildargjöld 581 milljarður. Þannig verði heildarjöfnuður ársins neikvæður um 25,5 milljarða, eða tæpum 22 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir í gildandi fjárlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×