Nöfn barnaníðinga birt - „Dómstóll götunnar mættur“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 27. nóvember 2013 10:44 Nöfn og myndir af 50 mönnum sem sagðir eru vera dæmdir barnaníðingar eru birt á nýrri vefsíðu, Stöndum saman. Vefsíðan fór í loftið í vikunni. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur lagt fram kæru fyrir hönd fimm skjólstæðinga sinna sem eiga það sameiginlegt að nöfn þeirra eru birt á síðunni ásamt myndum af þeim. Upphaflega var kæran lögð fram vegna annarrar síðu sem nú hefur verið lokað. Hann telur það fullvíst að sömu aðilar séu á bak við þessa síðu og þá fyrri en hann hafi til dæmis fengið tölvupóst úr sama netfangi vegna þessarar síðu og hinnar. Hin síðan virðist hafa verið einhverskonar bráðabirgðasíða en þessi sé fullgerð. Vilhjálmur segir að með síðunni sé brotið gegn friðhelgi einkalífs og ákvæðum hegningarlaga um ærumeiðingar og eða brigsl. Margir þessara manna eiga mál í áfrýjun fyrir Hæstarétti segir Vilhjálmur. „Það er ekki komin endaleg niðurstaða í öllum málunum. Enn á ný er dómstóll götunnar mættur.“Barnaníð á ekki að líðast á Íslandi Vefurinn rekur sig alfarið sjálfur segir á síðunni. Þar segir að vefurinn sé rekinn í forvarnarskyni til þess að berjast gegn því að fleiri börn séu misnotuð á einhvern hátt andlega og líkamlega. Vefurinn sé fyrst og fremst upplýsingaveita um forvarnir fyrir foreldra, þar sem hægt sé að nálgast fræðsluefni um hvernig sporna megi gegn því að börn lendi í misnotkun. Ísland sé lítið samfélag þar sem barnaníð eigi ekki að líðast. Ásamt því að veita upplýsingar á siðunni um forvarnir veitir síðan upplýsingar um þá sem hafa verið dæmdir fyrir barnaníð á Íslandi sem og Íslendinga sem hafa verið dæmdir erlendis fyrir barnaníð.Mislangir dómar Á vefsíðunni segir að færslur sem innihalda dóma frá fyrri dómstigum en Hæstarétti verði sendar í geymslu tímabundið þar til endanlegur dómur fellur. Á síðunni má þó, eins og Vilhjálmur sagði, finna mál þar sem menn hafa ekki verið dæmdir af Hæstarétti. Dómarnir sem mennirnir hafa fengið eru mislangir. Á meðan sumir eru með langa dóma fyrir mjög alvarleg og ítrekuð brot eru aðrir menn með mun styttri dóma. Á síðunni segir: „Öllum lögfræðilegum hótunum verður öllum tekið fagnandi á netfangið birtumnidinga@gmail.com. Á síðunni segir svo: „En áður en þú eyðir þínum dýrmæta tíma í að skrifa það bréf [eða] tölvupóst þá er best að taka það fram að slíkar hótanir hafa engin áhrif á starf samtakanna, Færslur sem innihalda dóma frá Hæstarétti eru aldrei fjarlægðar en færslur sem innihalda dóma frá fyrri dómstigum eru settar í geymslu tímabundið hafi máli verið áfrýjað.“ Tengdar fréttir Íslenskir barnaníðingar nafn- og myndbirtir á vefsíðu Dæmdir íslenskir barnaníðingar eru bæði nafn- og myndbirtir á vefsíðu sem hýst er á Wordpress.com. Búið er að taka saman upplýsingar um 26 dæmda barnaníðinga og einnig hlekkir við dóma eða umfjöllun í fjölmiðlum. 17. október 2013 18:43 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Nöfn og myndir af 50 mönnum sem sagðir eru vera dæmdir barnaníðingar eru birt á nýrri vefsíðu, Stöndum saman. Vefsíðan fór í loftið í vikunni. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur lagt fram kæru fyrir hönd fimm skjólstæðinga sinna sem eiga það sameiginlegt að nöfn þeirra eru birt á síðunni ásamt myndum af þeim. Upphaflega var kæran lögð fram vegna annarrar síðu sem nú hefur verið lokað. Hann telur það fullvíst að sömu aðilar séu á bak við þessa síðu og þá fyrri en hann hafi til dæmis fengið tölvupóst úr sama netfangi vegna þessarar síðu og hinnar. Hin síðan virðist hafa verið einhverskonar bráðabirgðasíða en þessi sé fullgerð. Vilhjálmur segir að með síðunni sé brotið gegn friðhelgi einkalífs og ákvæðum hegningarlaga um ærumeiðingar og eða brigsl. Margir þessara manna eiga mál í áfrýjun fyrir Hæstarétti segir Vilhjálmur. „Það er ekki komin endaleg niðurstaða í öllum málunum. Enn á ný er dómstóll götunnar mættur.“Barnaníð á ekki að líðast á Íslandi Vefurinn rekur sig alfarið sjálfur segir á síðunni. Þar segir að vefurinn sé rekinn í forvarnarskyni til þess að berjast gegn því að fleiri börn séu misnotuð á einhvern hátt andlega og líkamlega. Vefurinn sé fyrst og fremst upplýsingaveita um forvarnir fyrir foreldra, þar sem hægt sé að nálgast fræðsluefni um hvernig sporna megi gegn því að börn lendi í misnotkun. Ísland sé lítið samfélag þar sem barnaníð eigi ekki að líðast. Ásamt því að veita upplýsingar á siðunni um forvarnir veitir síðan upplýsingar um þá sem hafa verið dæmdir fyrir barnaníð á Íslandi sem og Íslendinga sem hafa verið dæmdir erlendis fyrir barnaníð.Mislangir dómar Á vefsíðunni segir að færslur sem innihalda dóma frá fyrri dómstigum en Hæstarétti verði sendar í geymslu tímabundið þar til endanlegur dómur fellur. Á síðunni má þó, eins og Vilhjálmur sagði, finna mál þar sem menn hafa ekki verið dæmdir af Hæstarétti. Dómarnir sem mennirnir hafa fengið eru mislangir. Á meðan sumir eru með langa dóma fyrir mjög alvarleg og ítrekuð brot eru aðrir menn með mun styttri dóma. Á síðunni segir: „Öllum lögfræðilegum hótunum verður öllum tekið fagnandi á netfangið birtumnidinga@gmail.com. Á síðunni segir svo: „En áður en þú eyðir þínum dýrmæta tíma í að skrifa það bréf [eða] tölvupóst þá er best að taka það fram að slíkar hótanir hafa engin áhrif á starf samtakanna, Færslur sem innihalda dóma frá Hæstarétti eru aldrei fjarlægðar en færslur sem innihalda dóma frá fyrri dómstigum eru settar í geymslu tímabundið hafi máli verið áfrýjað.“
Tengdar fréttir Íslenskir barnaníðingar nafn- og myndbirtir á vefsíðu Dæmdir íslenskir barnaníðingar eru bæði nafn- og myndbirtir á vefsíðu sem hýst er á Wordpress.com. Búið er að taka saman upplýsingar um 26 dæmda barnaníðinga og einnig hlekkir við dóma eða umfjöllun í fjölmiðlum. 17. október 2013 18:43 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Íslenskir barnaníðingar nafn- og myndbirtir á vefsíðu Dæmdir íslenskir barnaníðingar eru bæði nafn- og myndbirtir á vefsíðu sem hýst er á Wordpress.com. Búið er að taka saman upplýsingar um 26 dæmda barnaníðinga og einnig hlekkir við dóma eða umfjöllun í fjölmiðlum. 17. október 2013 18:43