Innlent

Lá við stórslysi á Biskupstungnabraut - ók inn í hóp af fólki

Minnstu munaði að stórslys yrði, að sögn lögreglu, þegar ökumaður ók á fullri ferð í gler hálku í gegnum hóp af fólki og á milli tveggja sjúkkrabíla og lögreglubíls, á Biskupstungnabraut skammt frá Borg í Grímsnesi um tvö leitið í nótt, og lét sig hverfa út í náttmyrkrið.

Tildrög voru þau að bíll, með tveimur manneskjum um borð hafði oltið út af veginum og annar bíll með fimm ungmennum valt hinumegin út af veginum á sama stað nokkrum mínútum síðar. Lögreglan á Selfossi fór á vettvang og setti upp endurskinsmerki beggja vegna slysstaðarins auk þess sem lögreglubíll og tveir sjúkrabílar með blikkandi ljós voru á vettvangi þegar ökuníðingin bar að.

Að sögn lögreglu munaði aðeins hársbreidd að fólk yrði fyrir bílnum. Ekki er vitað hver var þar á ferð. Ungmennin voru flutt á heilsugæslustöðina á Selfossi og voru þau útskrifuð að aðhlynningu lokinni en parið úr hinum bílnum slapp ómeitt. Tvær aðrar bílveltur urðu á Suðurlandi í gærkvöldi, önnur við Álftavatn og hin austan við þjórsárbrú, en engin slasaðist í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×