Innlent

Lögreglan leitaði á heimilum meðlima Outlaws

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á heimilum tveggja meðlima í Outlaws vélhjólagenginu fyrr í vikunni. Lagt var hald á lítilræði af ætluðum fíkniefnum á báðum stöðum.

Einnig var húsleit framkvæmd í félagsaðstöðu Outlaws, en þar var lagt hald á bifhjól, sem reyndist vera stolið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við húsleitirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×