Gríðarlegt umfang barnaníðshrings: "Kaup voru gerð frá Íslandi“ Hrund Þórsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 20:30 Rannsóknin sneri aðallega að fyrirtæki í Toronto sem seldi DVD diska og aðgang að barnaklámi á netinu. mynd/getty Umfangsmikill barnaníðshringur sem kanadíska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði upprætt, teygði anga sína til Íslands. Kanadískur rannsóknarlögreglumaður segir lögregluyfirvöld hérlendis taka ákvarðanir um hvort brugðist verði við fyrirliggjandi upplýsingum í málinu. 348 voru handteknir í kjölfar rannsóknar sem stóð yfir í þrjú ár og voru tæplega 400 börn frelsuð undan barnaníðingum. Rannsóknin sneri aðallega að fyrirtæki í Toronto sem seldi DVD diska og aðgang að barnaklámi á netinu. Í rannsókninni voru gerð upptæk 45 terabæt af gögnum. Ef maður myndi stafla þeim upp á pappírsformi, yrði stæðan á hæð á við sjö og hálfa Hallgrímskirkju. Því er ljóst að umfang málsins er gríðarlegt. „Við tókum í raun niður „serverana“ hér í Toronto og gátum þá komist að raun um fjölda viðskiptavina fyrirtækisins og séð hverjir stunduðu viðskipti við þessa netsíðu. Við komumst að því að þeir voru staddir víða um heim og kaup voru meðal annars gerð frá Íslandi,“ segir Paul Krawczyk, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar í Toronto. Rannsóknin var ótrúlega víðfeðm og sláandi er að margir þeirra handteknu höfðu unnið náið með börnum. „Það eina sem við getum sagt er að við komum frá okkur upplýsingum, það er síðan undir lögregluyfirvöldum á Íslandi komið að ákveða hvort þau geti nýtt sér þær,“ segir Paul. Hann segir að lögregluyfirvöld hvers lands fái í hendur gögn um kaupendur barnaklámsins og innihald efnisins en gat ekki gefið nánari upplýsingar um aðkomu fólks hérlendis. Málið hefur ekki komið inn á borð lögreglunnar í Reykjavík en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengust ekki upplýsingar hjá Ríkislögreglustjóra í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um tengsl Íslendinga við barnaklámhringi og var Ísland til dæmis eitt af 77 löndum viðriðin alþjóðlegan barnaklámhring sem austurríska lögreglan upprætti árið 2007. Þá sagði tölvusérfræðingur í þættinum Málinu fyrr á þessu ári, að myndir af íslenskum börnum væri að finna á erlendum barnaklámsíðum og Íslendingar væru meðal notenda þeirra. Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Umfangsmikill barnaníðshringur sem kanadíska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði upprætt, teygði anga sína til Íslands. Kanadískur rannsóknarlögreglumaður segir lögregluyfirvöld hérlendis taka ákvarðanir um hvort brugðist verði við fyrirliggjandi upplýsingum í málinu. 348 voru handteknir í kjölfar rannsóknar sem stóð yfir í þrjú ár og voru tæplega 400 börn frelsuð undan barnaníðingum. Rannsóknin sneri aðallega að fyrirtæki í Toronto sem seldi DVD diska og aðgang að barnaklámi á netinu. Í rannsókninni voru gerð upptæk 45 terabæt af gögnum. Ef maður myndi stafla þeim upp á pappírsformi, yrði stæðan á hæð á við sjö og hálfa Hallgrímskirkju. Því er ljóst að umfang málsins er gríðarlegt. „Við tókum í raun niður „serverana“ hér í Toronto og gátum þá komist að raun um fjölda viðskiptavina fyrirtækisins og séð hverjir stunduðu viðskipti við þessa netsíðu. Við komumst að því að þeir voru staddir víða um heim og kaup voru meðal annars gerð frá Íslandi,“ segir Paul Krawczyk, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar í Toronto. Rannsóknin var ótrúlega víðfeðm og sláandi er að margir þeirra handteknu höfðu unnið náið með börnum. „Það eina sem við getum sagt er að við komum frá okkur upplýsingum, það er síðan undir lögregluyfirvöldum á Íslandi komið að ákveða hvort þau geti nýtt sér þær,“ segir Paul. Hann segir að lögregluyfirvöld hvers lands fái í hendur gögn um kaupendur barnaklámsins og innihald efnisins en gat ekki gefið nánari upplýsingar um aðkomu fólks hérlendis. Málið hefur ekki komið inn á borð lögreglunnar í Reykjavík en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengust ekki upplýsingar hjá Ríkislögreglustjóra í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um tengsl Íslendinga við barnaklámhringi og var Ísland til dæmis eitt af 77 löndum viðriðin alþjóðlegan barnaklámhring sem austurríska lögreglan upprætti árið 2007. Þá sagði tölvusérfræðingur í þættinum Málinu fyrr á þessu ári, að myndir af íslenskum börnum væri að finna á erlendum barnaklámsíðum og Íslendingar væru meðal notenda þeirra.
Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent