Innlent

Hundrað tonn af olíu í Fernöndu

Gissur Sigurðsson skrifar
Um það bil hundrað tonn af olíu eru um borð  og verður þeim væntanlega dælt í land.
Um það bil hundrað tonn af olíu eru um borð og verður þeim væntanlega dælt í land. Landhelgisgæslan
Varðskipið Þór er væntanlegt til Hafnarfjarðar á níunda tímanum, með flutningaskipið Fernöndu í togi.

Endanlega mun vera búið að slökkva allan eld í skipinu, en lengi vel logaði þar í glæðum og eru slökkviliðsmenn þar um borð. Menn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins munu svo taka á móti skipinu og ganga endanlega frá öryggi þess. Um það bil hundrað tonn af olíu eru um borð  og verður þeim væntanlega dælt í land.

Ekki liggur fyrir hvað tryggingafélag skipsins ætlast svo fyrir með það, en að sögn kunnugra er skipið gjörónýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×