Innlent

Fíkniefna- og kynferðisbrotum fjölgar

Kristján Hjálmarsson skrifar
Fleiri afbrot komu til kasta lögreglu árið 2012 en árið 2011 en heildarfjöldi brota yfir allt landið fór úr 57.021 í 61.837 sem þýðir 8,4% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í tölum Ríkislögreglustjóra.

Þegar litið er til meðalfjölda brota síðustu þriggja ára á undan má sjá að meðalfjöldinn var 68.438 brot á ári. Brotin voru engu að síður 9,6% færri en þau hafa verið að meðaltali síðustu þrjú ár á undan.

Fíkniefnabrotum fjölgaði hlutfallslega mest allra brota og ef miðað er við sama tímabil má sjá fjölgun í öllum undirflokkum kynferðisbrota, það er blygðunarsemisbrotum, nauðgunum, brotum sem tengjast klámi/barnaklámi, kynferðisbrotum gegn börnum, kynferðislegri áreitni og vændi.

Umferðarlagabrotum fjölgaði frá árinu 2011 til 2012 og er það í fyrsta sinn frá árinu 2007 sem brotum í þessum brotaflokki fjölgar milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×