Stefán Jón vill nýjan R-lista Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2013 13:27 Stefán Jón er stórhuga og leggur til að nú verði stofnuð breiðfylking vinstri manna í Reykjavíkurborg. Stefán Jón Hafstein segir að nú sé stund upp runnin fyrir nýtt framboð – Regnbogaframboðið – í Reykjavíkurborg. Allar aðstæður séu fyrir hendi. Björt framtíð mælist með svipað fylgi og Besti flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, samkvæmt nýrri könnunFréttablaðsins. Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi R-listans, telur augljóst að jarðvegur sé fyrir nýtt framboð í Reykjavík, Regnbogaframboðið. Könnunin leiðir í ljós að hið pólitíska landslag í borgarpólitíkinni hefur lítt sem ekkert breyst þó Jón Gnarr borgarstjóri hafi tilkynnt að hann sé hættur. Fylgi Besta flokksins færist einfaldlega til Bjartrar framtíðar. Stefán Jón Hafstein, sem hefur skoðað könnunina í kjölinn, telur það þó ekki helstu tíðindi könnunarinnar. „Mér finnst þetta merkileg könnun sem Fréttablaðið birtir í morgun. Aðalfréttin í henni er sú að meira en helmingur Reykvíkinga, eða um það bil, getur ekki gert upp hug sinn gagnvart neinum þeirra flokka sem eru í boði. Það segir okkur að nú og allir sjá, eftir að Jón Gnarr hættir, er gríðarlegt tómarúm í borgarstjórnarpólitíkinni í dag.“ Og hvað gerist þá í því andrúmi? Stefán Jón telur ljóst að nú muni menn rjúka upp til handa og fóta. „Sjálfstæðisflokkurinn er með sitt prófkjör en ég horfi til þess að félagshyggjuflokkarnir guldu afhroð í vor; Samfylking, Vinstri græn og Björt framtíð, eru með innan við 40 prósent á landsvísu eftir alþingiskosningarnar. Mín tillaga er sú að nú sameinist þeir um framboð sem við getum kallað Regnbogaframboðið. Og bjóði öðrum; Pírötum, Dögun, Lýðræðisvaktinni ... eða hverjum sem vill – almennum borgurum í Reykjavík sem fæstir eru í stjórnmálaflokki, að stíga fram og mynda breiðfylkingu um lýðræði, umhverfi, jafnrétti og betri borg. Þetta framboð getur auðveldlega fengið 55 til 60 prósent atkvæða og meirihluta í borginni.“Er þetta ekki svipuð eða sama hugmynd og Reykjavíkurlistinn byggði á? „Það vill svo til að fyrir um 20 árum þá tók ég þátt í því, ásamt mörgum öðrum, að mynda Reykjavíkurlista sem þá sigraði í borginni, og breytti borginni með því að sigra þar þrisvar sinnum í röð. Á sama tíma voru vinstri öflin sundruð á landsvísu og náðu aldrei neinu meðan íhald og framsókn sátu við völd í þrjú löng kjörtímabil. Mismunurinn er augljós, lærdómurinn er mikill og nú er stórt tækifæri sem bíður,“ segir Stefán Jón Hafstein. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Stefán Jón Hafstein segir að nú sé stund upp runnin fyrir nýtt framboð – Regnbogaframboðið – í Reykjavíkurborg. Allar aðstæður séu fyrir hendi. Björt framtíð mælist með svipað fylgi og Besti flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, samkvæmt nýrri könnunFréttablaðsins. Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi R-listans, telur augljóst að jarðvegur sé fyrir nýtt framboð í Reykjavík, Regnbogaframboðið. Könnunin leiðir í ljós að hið pólitíska landslag í borgarpólitíkinni hefur lítt sem ekkert breyst þó Jón Gnarr borgarstjóri hafi tilkynnt að hann sé hættur. Fylgi Besta flokksins færist einfaldlega til Bjartrar framtíðar. Stefán Jón Hafstein, sem hefur skoðað könnunina í kjölinn, telur það þó ekki helstu tíðindi könnunarinnar. „Mér finnst þetta merkileg könnun sem Fréttablaðið birtir í morgun. Aðalfréttin í henni er sú að meira en helmingur Reykvíkinga, eða um það bil, getur ekki gert upp hug sinn gagnvart neinum þeirra flokka sem eru í boði. Það segir okkur að nú og allir sjá, eftir að Jón Gnarr hættir, er gríðarlegt tómarúm í borgarstjórnarpólitíkinni í dag.“ Og hvað gerist þá í því andrúmi? Stefán Jón telur ljóst að nú muni menn rjúka upp til handa og fóta. „Sjálfstæðisflokkurinn er með sitt prófkjör en ég horfi til þess að félagshyggjuflokkarnir guldu afhroð í vor; Samfylking, Vinstri græn og Björt framtíð, eru með innan við 40 prósent á landsvísu eftir alþingiskosningarnar. Mín tillaga er sú að nú sameinist þeir um framboð sem við getum kallað Regnbogaframboðið. Og bjóði öðrum; Pírötum, Dögun, Lýðræðisvaktinni ... eða hverjum sem vill – almennum borgurum í Reykjavík sem fæstir eru í stjórnmálaflokki, að stíga fram og mynda breiðfylkingu um lýðræði, umhverfi, jafnrétti og betri borg. Þetta framboð getur auðveldlega fengið 55 til 60 prósent atkvæða og meirihluta í borginni.“Er þetta ekki svipuð eða sama hugmynd og Reykjavíkurlistinn byggði á? „Það vill svo til að fyrir um 20 árum þá tók ég þátt í því, ásamt mörgum öðrum, að mynda Reykjavíkurlista sem þá sigraði í borginni, og breytti borginni með því að sigra þar þrisvar sinnum í röð. Á sama tíma voru vinstri öflin sundruð á landsvísu og náðu aldrei neinu meðan íhald og framsókn sátu við völd í þrjú löng kjörtímabil. Mismunurinn er augljós, lærdómurinn er mikill og nú er stórt tækifæri sem bíður,“ segir Stefán Jón Hafstein.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira