Stefán Jón vill nýjan R-lista Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2013 13:27 Stefán Jón er stórhuga og leggur til að nú verði stofnuð breiðfylking vinstri manna í Reykjavíkurborg. Stefán Jón Hafstein segir að nú sé stund upp runnin fyrir nýtt framboð – Regnbogaframboðið – í Reykjavíkurborg. Allar aðstæður séu fyrir hendi. Björt framtíð mælist með svipað fylgi og Besti flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, samkvæmt nýrri könnunFréttablaðsins. Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi R-listans, telur augljóst að jarðvegur sé fyrir nýtt framboð í Reykjavík, Regnbogaframboðið. Könnunin leiðir í ljós að hið pólitíska landslag í borgarpólitíkinni hefur lítt sem ekkert breyst þó Jón Gnarr borgarstjóri hafi tilkynnt að hann sé hættur. Fylgi Besta flokksins færist einfaldlega til Bjartrar framtíðar. Stefán Jón Hafstein, sem hefur skoðað könnunina í kjölinn, telur það þó ekki helstu tíðindi könnunarinnar. „Mér finnst þetta merkileg könnun sem Fréttablaðið birtir í morgun. Aðalfréttin í henni er sú að meira en helmingur Reykvíkinga, eða um það bil, getur ekki gert upp hug sinn gagnvart neinum þeirra flokka sem eru í boði. Það segir okkur að nú og allir sjá, eftir að Jón Gnarr hættir, er gríðarlegt tómarúm í borgarstjórnarpólitíkinni í dag.“ Og hvað gerist þá í því andrúmi? Stefán Jón telur ljóst að nú muni menn rjúka upp til handa og fóta. „Sjálfstæðisflokkurinn er með sitt prófkjör en ég horfi til þess að félagshyggjuflokkarnir guldu afhroð í vor; Samfylking, Vinstri græn og Björt framtíð, eru með innan við 40 prósent á landsvísu eftir alþingiskosningarnar. Mín tillaga er sú að nú sameinist þeir um framboð sem við getum kallað Regnbogaframboðið. Og bjóði öðrum; Pírötum, Dögun, Lýðræðisvaktinni ... eða hverjum sem vill – almennum borgurum í Reykjavík sem fæstir eru í stjórnmálaflokki, að stíga fram og mynda breiðfylkingu um lýðræði, umhverfi, jafnrétti og betri borg. Þetta framboð getur auðveldlega fengið 55 til 60 prósent atkvæða og meirihluta í borginni.“Er þetta ekki svipuð eða sama hugmynd og Reykjavíkurlistinn byggði á? „Það vill svo til að fyrir um 20 árum þá tók ég þátt í því, ásamt mörgum öðrum, að mynda Reykjavíkurlista sem þá sigraði í borginni, og breytti borginni með því að sigra þar þrisvar sinnum í röð. Á sama tíma voru vinstri öflin sundruð á landsvísu og náðu aldrei neinu meðan íhald og framsókn sátu við völd í þrjú löng kjörtímabil. Mismunurinn er augljós, lærdómurinn er mikill og nú er stórt tækifæri sem bíður,“ segir Stefán Jón Hafstein. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Stefán Jón Hafstein segir að nú sé stund upp runnin fyrir nýtt framboð – Regnbogaframboðið – í Reykjavíkurborg. Allar aðstæður séu fyrir hendi. Björt framtíð mælist með svipað fylgi og Besti flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, samkvæmt nýrri könnunFréttablaðsins. Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi R-listans, telur augljóst að jarðvegur sé fyrir nýtt framboð í Reykjavík, Regnbogaframboðið. Könnunin leiðir í ljós að hið pólitíska landslag í borgarpólitíkinni hefur lítt sem ekkert breyst þó Jón Gnarr borgarstjóri hafi tilkynnt að hann sé hættur. Fylgi Besta flokksins færist einfaldlega til Bjartrar framtíðar. Stefán Jón Hafstein, sem hefur skoðað könnunina í kjölinn, telur það þó ekki helstu tíðindi könnunarinnar. „Mér finnst þetta merkileg könnun sem Fréttablaðið birtir í morgun. Aðalfréttin í henni er sú að meira en helmingur Reykvíkinga, eða um það bil, getur ekki gert upp hug sinn gagnvart neinum þeirra flokka sem eru í boði. Það segir okkur að nú og allir sjá, eftir að Jón Gnarr hættir, er gríðarlegt tómarúm í borgarstjórnarpólitíkinni í dag.“ Og hvað gerist þá í því andrúmi? Stefán Jón telur ljóst að nú muni menn rjúka upp til handa og fóta. „Sjálfstæðisflokkurinn er með sitt prófkjör en ég horfi til þess að félagshyggjuflokkarnir guldu afhroð í vor; Samfylking, Vinstri græn og Björt framtíð, eru með innan við 40 prósent á landsvísu eftir alþingiskosningarnar. Mín tillaga er sú að nú sameinist þeir um framboð sem við getum kallað Regnbogaframboðið. Og bjóði öðrum; Pírötum, Dögun, Lýðræðisvaktinni ... eða hverjum sem vill – almennum borgurum í Reykjavík sem fæstir eru í stjórnmálaflokki, að stíga fram og mynda breiðfylkingu um lýðræði, umhverfi, jafnrétti og betri borg. Þetta framboð getur auðveldlega fengið 55 til 60 prósent atkvæða og meirihluta í borginni.“Er þetta ekki svipuð eða sama hugmynd og Reykjavíkurlistinn byggði á? „Það vill svo til að fyrir um 20 árum þá tók ég þátt í því, ásamt mörgum öðrum, að mynda Reykjavíkurlista sem þá sigraði í borginni, og breytti borginni með því að sigra þar þrisvar sinnum í röð. Á sama tíma voru vinstri öflin sundruð á landsvísu og náðu aldrei neinu meðan íhald og framsókn sátu við völd í þrjú löng kjörtímabil. Mismunurinn er augljós, lærdómurinn er mikill og nú er stórt tækifæri sem bíður,“ segir Stefán Jón Hafstein.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira