Þakklát og glöð yfir því að skipið sé farið Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2013 14:04 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir segist vona að svifryksmengunin frá skipinu hverfi í dag. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segist glöð yfir því að Fernanda hafi verið dregin úr höfn í Hafnarfirði. Ekki hafi verið haft sambandi við yfirvöld í Hafnarfirði áður en skipið var dregið þar að höfn. „Við höfum ekkert um það að segja í Hafnarfirði því við erum neyðarhöfn og hluti af slökkviliði höfuðborgarssvæðisins. Það er ekki haft samband við okkur áður en skipið kemur að höfn og við höfum líklega verið sú neyðarhöfn sem næst var skipinu,“ segir Guðrún. „Við erum þakklát og glöð yfir því að skipið hafi verið dregið úr höfninni. Yfir afmörkuðum hluta Hafnarfjarðar, Holtinu, var mjög mikið svifryk í morgun. Það er bölvað eitur sem kemur þegar kviknar í og því erum við mjög glöð með að skipið sé farið. Þegar nálgast hádegið vorum við heppin því vindurinn sneri sér á haf, en það mælist enn mikil svifryksmengun á mælistöð á Hvaleyrarholti. Það er enn smá gult mistur yfir og nú vantar okkur rokið. Það er nánast logn í dag. Við vonumst til þess að þetta hreinsi sig þegar líður á daginn,“ segir Guðrún. Hún segir aðstæður hafa breyst í skipinu eftir að því var komið fyrir við bryggjuna. „Þeir mátu ástandið þannig að hættuminna væri að draga skipið að bryggju. Síðan eru aðstæður aðrar en þeir búast við og þeir bregðast við því. Þegar sést að tökum verði ekki náð á ástandinu er skipið tekið í burtu, en það sem gerist er að þegar ákveðið rými var opnað gýs eldurinn aftur upp. Þeir eru alltaf að ná tökum á eldinum en upp koma nýjar og nýjar aðstæður.“ Guðrún segir ennfremur að slökkviliðsmenn hafi verið að leggja sig í mikla hættu í dag. „Við eigum nú að vera stolt af því.“ Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segist glöð yfir því að Fernanda hafi verið dregin úr höfn í Hafnarfirði. Ekki hafi verið haft sambandi við yfirvöld í Hafnarfirði áður en skipið var dregið þar að höfn. „Við höfum ekkert um það að segja í Hafnarfirði því við erum neyðarhöfn og hluti af slökkviliði höfuðborgarssvæðisins. Það er ekki haft samband við okkur áður en skipið kemur að höfn og við höfum líklega verið sú neyðarhöfn sem næst var skipinu,“ segir Guðrún. „Við erum þakklát og glöð yfir því að skipið hafi verið dregið úr höfninni. Yfir afmörkuðum hluta Hafnarfjarðar, Holtinu, var mjög mikið svifryk í morgun. Það er bölvað eitur sem kemur þegar kviknar í og því erum við mjög glöð með að skipið sé farið. Þegar nálgast hádegið vorum við heppin því vindurinn sneri sér á haf, en það mælist enn mikil svifryksmengun á mælistöð á Hvaleyrarholti. Það er enn smá gult mistur yfir og nú vantar okkur rokið. Það er nánast logn í dag. Við vonumst til þess að þetta hreinsi sig þegar líður á daginn,“ segir Guðrún. Hún segir aðstæður hafa breyst í skipinu eftir að því var komið fyrir við bryggjuna. „Þeir mátu ástandið þannig að hættuminna væri að draga skipið að bryggju. Síðan eru aðstæður aðrar en þeir búast við og þeir bregðast við því. Þegar sést að tökum verði ekki náð á ástandinu er skipið tekið í burtu, en það sem gerist er að þegar ákveðið rými var opnað gýs eldurinn aftur upp. Þeir eru alltaf að ná tökum á eldinum en upp koma nýjar og nýjar aðstæður.“ Guðrún segir ennfremur að slökkviliðsmenn hafi verið að leggja sig í mikla hættu í dag. „Við eigum nú að vera stolt af því.“
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira