Innlent

Með kannabis í nærbuxunum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Fjórir pokar af kannabis reyndust vera í nærbuxum mannsins.
Fjórir pokar af kannabis reyndust vera í nærbuxum mannsins.
Karlmaður á þrítusaldri reyndist vera með fjóra poka af kannabisefnum í nærbuxum sínum þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum í fyrrakvöld.

Lögreglan veitti manninum athygli þar sem hann var á vappi fyrir framan fjölbýlishús og virtist vera að bíða eftir einhverjum. Samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar varð maðurinn mjög flóttalegur þegar lögreglumaður hafði tal af honum og eftir að hann hafði neitað að hlýða fyrirmælum var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem pokarnir fundust í nærbuxum mannsins.

Annar maður, einnig á þrítugsaldri, var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur staðfestu neyslur hans á kannabis og fór lögreglan í kjölfarið í húsleit á heimili hans, að fengnum dómsúrskurði. Þar fannst talsvert af tóbaksblönduðu kannabisefni og fimm neysluskammtar af amfetamíni, sem geymdir voru í ísskáp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×