Innlent

Björt framtíð vill ekki sameinast vinstri flokkum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Guðmundur Steingrímsson segir Bjarta framtíð vilja margpóla pólitiík en ekki bara keppni á milli vinstri flokka og Sjálfstæðisflokks.
Guðmundur Steingrímsson segir Bjarta framtíð vilja margpóla pólitiík en ekki bara keppni á milli vinstri flokka og Sjálfstæðisflokks. Mynd/Stefán Karlsson
„Ég er orðinn svolítið leiður á, og Björt framtíð er ekki stofnuð í þeim tilgangi, að taka þátt í þessu tveggja turna tali, þessari tvípóla pólitík," segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um hugmynd Stefáns Jóns Hafstein um sameiningu vinstri afla í Reykjavík.

Stefán Jón skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann segir stórt óvissugap hafa myndast við yfirlýsingu Jóns Gnarr um að bjóða sig ekki aftur fram sem borgarstjóri. „Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa," skrifar hann.

Stefán Jón Hafstein vill að VG, Samfylking og Björt framtíð sameinist um framboð í borginni.
Stefán leggur til að Vinstri grænir, Samfylkingin og Björt framtíð sameinist fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. „Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum."

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sló hugmyndir Stefáns út af borðinu í Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun.

„Við höfum sagt í Bjartri framtíð að við stundum ekki þannig pólitík. Við lítum á pólitík sem margpóla vettvang sem er miklu flóknari vettvangur en bara þessir tveir turnar, vinstri manna annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar.  Pólitíkin verður þannig keppni í að reyna að koma andstæðingnum frá völdum og málefnin gleymast. Við verðum að komast út úr þessari tvípóla skotgrafanálgun," segir Guðmundur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.