Regnbogalisti í vor Stefán Jón Hafstein skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborginni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa.Skylda félagshyggjuafla Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt framtíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþingiskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram. Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endurheimta traust og umboð til góðra verka.Ef ekki núna – þá hvenær? Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Steingríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðisvaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélagslega þenkjandi fólks sem í pólitísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði. Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfirsterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri.Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti? Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtímabil sem breyttu borginni. Tveimur árum eftir sigur Reykjavíkurlistans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við. Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að endurtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor.Hvernig? Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað. Samkvæmt nýjstu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar samtals um 50% fylgi. Ég mæli af talsverðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins heldur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborginni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa.Skylda félagshyggjuafla Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt framtíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþingiskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram. Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endurheimta traust og umboð til góðra verka.Ef ekki núna – þá hvenær? Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Steingríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðisvaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélagslega þenkjandi fólks sem í pólitísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði. Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfirsterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri.Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti? Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtímabil sem breyttu borginni. Tveimur árum eftir sigur Reykjavíkurlistans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við. Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að endurtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor.Hvernig? Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað. Samkvæmt nýjstu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar samtals um 50% fylgi. Ég mæli af talsverðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins heldur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun