Enski boltinn

Adebayor þarf að vera þolinmóður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emmanuel Adebayor
Emmanuel Adebayor nordicphotos/getty
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, vill að framherjinn Emmanuel Adebayor verði þolinmóður og tækifærið komi einn daginn.

Þessi 29 ára framherji hefur fengið fá tækifæri með liðinu á tímabilinu og virðist ekki vera inn í myndinni hjá stjóranum um þessar mundir.

Roberto Soldado og Jermain Defoe eru ávallt á undan leikmanninum í byrjunarliðinu.

„Stjórinn hefur tilkynnt mér að ég þurfi að vera þolinmóður og bíða eftir tækifærinu,“ sagði Adebayor í samtali við fjölmiðla ytra.

„Þú getur verið að leggja þig allan fram á æfingum en á meðan Soldado og Defoe eru að standa sig eins vel og þeir gera þá verð ég að bíða átekta eftir tækifærinu,“ en Tottenham-liðið hefur verið í vandræðum með að koma boltanum í netið í undanförnum leikjum.

Það er því spurning hvort leikmaðurinn fái tækifærið von bráðar.

Tottenham er í sem stendur í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×